eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

mánudagur, apríl 26, 2004

Jæja, það er ekki eins og maður búi hér um bil í Afríku, það er allavegana ekki hægt að sjá það á veðrinu sem er búið að vera hér seinustu daga, rok og rigning og mér sýnist bara ekkert vera að stytta neitt upp.

Annars er bara allt ágætt að frétta, er að fara að byrja á 80 tíma verkefni á einhverjum olíupalli eða á olíuskipi, er ekki alveg viss hvort verður, erum að fara að mæla mengun með ítalska sjóhernum, það verður örugglega athyglisvert, þannig að þar með þá er ég upptekin alla föstudaga og laugardaga frá og með 7 maí næstkomandi. Ég á nú eftir að segja ykkur meira frá þessu í sinni tíð. Í mai byrjar líka 40 tíma rannsóknarverkefni, sem verður einnig í sambandi við mengurnarvarnir, á enn eftir að koma í ljós, hér veit maður aldrei neitt fyrirfram heldur bara um leið og hlutirnir gerast, þannig að það er svolitið erfitt að geta sér til um hvernig þetta verður allt saman.

Í næstu viku byrja ég svo líka að vinna, eða það er að dreifa miðum fyrir þennan skóla, veit nú ekki alveg út í hvað ég er búin að koma mér þar.. það verður nú aldeilis skemmtilegt að reyna að troða einhverjum auglýsingabæklingum inn á blásaklaust fólk, sjáiði mig ekki fyrir ykkur. En þetta tekur nú sem betur fer ekki nema 3 daga í einu nokkra tíma á dag, þannig að ég hef nú ekki miklar áhyggjur.

Ég hélt matarboð á laugardagskvöld. Það var bara fínt, nema við drukkum alltof mikið af rauðvíni og ég varð nú bara veik, víkingurinn sjálfur, þetta sikileyska vín er alveg stórhættulegt. Vorum búin að prógramma svo grill út í sveit daginn eftir en það varð nú ekkert af því þar sem að liðið var nú ekkert í ástandi til að fara neitt daginn eftir, hausverkur og magatruflanir þannig að við enduðum bara á að grilla uppi á svölum hérna heima hjá mer, og horfðum svo bara á DVD þar sem að allir voru frekar þreyttir og sumir hreinlega bara sofnuðu yfir myndinni en það er nú annað mál.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home