eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Ég var að spá; ef að ég og mín fjölskylda værum hryðjuverkamenn þá væri heimurinn illa staddur. Ég segi það vegna þess að upp á síðkastið þá höfum við verið að ferðast þó nokkuð mikið og á þeim flugvöllum sem ég hef stoppað á undanfarið þá hafa verið miklar tafir og seinkanir vegna STÓRAUKINNAR gæslu vegna yfirvofandi hryðjuverka, og er það mjög got mál, ef að það væri raunverulega þannig.... Málið er nefnilega það að ég komst í gegnum london og róm með flugbeittar risanaglaklippur í handfarangrinum mínum án þess að nokkurt málmleitunartæki bípaði né nokkur öryggisvörður gerði nokkra athugasemd við. Ef ég hefði verið stórhættulegur hryðjuverkamaður þá hefði ég nú getað gert hinn ýmsan skaða með því ógnartæki sem þessar naglaklippur eru.

Ekki nóg með það. Bróðir minn og vinur hans komu hingað um páskana og á leið sinni um Sikiley fundu þeir einhverjar dýrindis byssur sem þeir urðu alveg óðir í og enduðu á að kaupa dýrum dómum. Nú með þessar byssur í farangri sínum þá náðu þeir að fara í gegnum tvær borgir sem að eru mjög hátt skrifaðar á listanum yfir tilvonandi hryðjuverkahættusvæði, London ( sem er held ég fyrst a lista ) og Róm sem er þriðja á listanum, án þess að nokkur sál veitti því nokkra athygli. Ég vil nú samt sem áður vekja athygli á því að þar sem að ég og mín fjölskylda erum nú ekki yfirlystir hryðjuverkamenn og til að koma í veg fyrir allar efasemdir, að þá voru og eru þessar byssur minjagripir og er ekki mögulegt að nota þær til annars en að hengja þær upp á vegg eða stilla þeim upp á hillu. En maður veltir nú samt sem áður fyrir sér hverskonar öryggisgæsla það sé sem taki allan þennan tíma á flugvöllunum á þessum seinustu og verstu.

Það er loksins komin sól aftur og ég er aðeins sáttari við lífið og tilveruna, er meira að segja orðin brún.... eða meira rauð samt, eftir daginn í gær þar sem ég lærði út á svölum. Er mjög sátt við svalirnar mínar, þær eru ekkert smá flottar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home