eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: júní 2005

miðvikudagur, júní 29, 2005

ER BLOGGMENNINGIN AÐ LEGGJAST AF??

Hvað er málið með þessa bloggmenningu?? Eru allir hættir að blogga? Eru allir hættir að lesa blogg? Eru allir hættir að commenta?? Hvað er að gerast hérna?
Mesti bloggsjúklingur sem ég þekki hún Bryndís Krogh er barasta alls ekki að standa sig og ekki búin að blogga í marga mánuði!! Hvar ertuuu?? Nína Björg hefur ekki bloggað síðan hún var í Tælandi og það telst ekki með þar sem að hún sat við hliðina á mér þegar hún gerði það. Samt bjóstu til síðuna svo maður gæti fylgst með þér í ævintýrunum í útlöndum en þú hefur ekki bloggað síðan þú steigst fæti á ítalska grund! Hvað er að gerast hjá þér? Ég vil fá upplýsingar... Líffræðingamafían er alveg steingeld og ég löngu hætt að opna þá síðu því að þar er aldrei neitt nýtt....STELPUR!!!HVAR ERUÐI?? Auður sem gengur undir nafninu Augnpot og er jafnframt fyrsti bloggari sem ég kynntist hefur ekki skrifað i tæpt ár... what's up skvísa... ekkert að gerast á Þingvöllum?? Þóranna hún bloggar einu sinni á 2 mánaða fresti og þegar hún loksins byrjar þá skrifar hún svo mikið að hun greinilega fær nóg og nennir ekki að blogga í heila eilífð eftir það! Eru engir spennandi túristar á Halló??? Á síðunni hans René er sami áróðurinn búinn að vera í einhverja 4 mánuði eða svo og ég löngu búin að ná því að Íslendingar eru ekki að standa sig í mengunarmálum og Kyoto samningurinn er löngu gleymdur og grafinn undir græna torfu! Ibbagogg mín byrjaði helvíti vel en núna er ég búin að lesa of oft um skilnaðinn sem þú fórst að sjá og nafnið á kisu litlu sem heitir Tjara eftir leigubílstjóra úti í bæ!! Ég vil updeit... mér finnst gaman að lesa næturbloggin þín ( þegar þú bloggar ).
Tinna systir setti mig inn á síðuna sína, sem ég hélt að væri síðan hennar, en svo er síðan greinilega ekkert hennar þar sem að hún bloggar aldrei heldur sér vinkonan alveg um það og því tilgangslaust fyrir mig að kíkja þangað. Sunnan að norðan er alls ekki að meika það heldur, enda bara búin að blogga tvisvar síðan að bloggsíaðan hennar fæddist mér til mikillar gremju því að ég er svo forvitin að vita hvernig lífið gengur fyrir sig í ameríkunni. Deeza í Cagliari sem ég þekki ekki neitt er sennilega komin að því að bráðna og hefur hún því góða og gilda ástæðu enda væri ég líka á ströndinni ef ég væri enn á Ítalíu. Ásta Kristín er komin heim á klakann og ekki hefur heyrst í henni síðan og þá er bara Maddaman eftir og hún heldur ykkur öllum á floti og trompaði með 2 bloggum á sama deginum ekki fyrir löngu síðan... heyr heyr heyrrrr

föstudagur, júní 24, 2005

Finnar reiðir Berlusconi vegna ummæla um finnska matarmenningu
Finnskt verkalýðsfélag, sem í eru um 170.000 bændur og eigendur skóglendis leggja til að Finnar sniðgangi ítalskar vörur eftir að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu fór heldur ófögrum orðum um finnska matseld. Finnskir fjölmiðlar skýra frá þessu í dag.

Samtök framleiðenda í landbúnaði og skógareigenda (MTK) leggja til að Finnar sniðgangi ítalskar vörur, þar á meðal vín og ólífuolíu, og að aðgerðirnar standi yfir í allt sumar. Fyrr í vikunni gerði Berlusconi lítið úr ítalskri matarmenningu, að því er fram kom í frétt Helsingin Sanomat í dag. Blaðið bætti því hins vegar við að þótt MTK legðu til að ítalskar vörur yrðu ekki keyptar, myndi það ekki styðja þá hugmynd með formlegum hætti.

Aðeins fjögur eru liðin frá því Finnar áttu í deilum við Ítali vegna staðsetningar nýrrar stofnunar á sviði matvælaöryggis hjá Evrópusambandinu. Þá sagði Berlusconi að ekki væri rétt að stofnunin yrði staðsett í Finnlandi þar eð ?Finnar vita ekki einu sinni hvað prosciutto er.? Málinu lauk með því að ákveðið var að stofnunin yrði á Ítalíu. Þegar hún tók til starfa í borginni Parma á þriðjudag er Berlusconi sagður hafa tjáð sig að nýju um Finna og mat. ?Ég hef komið til Finnlands og þurft að þola finnskan mat svo ég treysti mér fullkomlega til þess að gera samanburð.? ?Nú getur Barroso( forseti framkvæmdastjórnar ESB) bragðað á culatello (ítölsk skinka) hjá okkur í stað þess þess að snæða reykt hreindýr í Finnlandi,? sagði ráðherrann.

Þá er Berlusconi sagður hafa skvett olíu á eldinn með fullyrðingu um að hann hefði nýtt ?glaumgosahæfileika? sína til þess að sannfæra Törju Halonen, forseta Finnlands, um að betur færi á að Matvælaöryggisstofnunin yrði í Parma, fremur en í Finnlandi.

þriðjudagur, júní 21, 2005

Jæja þá er ferðalagið til Írlands búið. Og Tælandferðin er nú minning ein og allt sem henni fylgdi, flugið til Þýskalands, lestarferðin til Hollands, heimsóknin til René, lestarmiðaverslunarferðin þar sem að lestamiðasölumaðurinn teiknaði hálfa Evrópu fyrir okkur á blað eins og við værum hálfvitar til að útskyra fyrir okkur hvernig við kæmumst frá Eindhoven til Kaupmannahafnar, bjórdrykkja með Nínu og Ivano á Kastrup, 10 tíma flugferð plús öll seinkunin á Tælandsfluginu ( eftir 11 tíma lestarferð ) rútan til Hua Hin eftir allt hitt ferðalagið, langar gönguferðir á hvítum ströndum Tælands, apahöfðingi sem biður um banana, sólbruni, móskítóbit, krabbakjöt, lúxushótel þar sem að það hlaupa til þjónar og opna fyrir mann hurðirnar, herbergisþjónusta allan sólarhringinn, orkideur á koddanum áður en maður fer að sofa, Koh Tao paradisareyja eftir heila nótt í rútu og í bát, meiri sólbruni, kórallar og Nemo fiskar sem bíta þig í tærnar, bungalow strákofar á milli pálmatrjánna á ströndinni þar sem við gistum ( fullir af maurum og einstaka kakkalakka ) ískaldur CHIANG bjór 6,4% sem kostaði ekki neitt neitt, humar á bambusveitingastað upp í klett með sjóinn fyrir neðan undir stjörnubjörtum næturhimni, verslunarferðir með Nínu að kaupa hitt og þetta allt í BIG SIZE þar sem að Tælendingar eru svo litlir að þeir sjást varla, meiri kakkalakkar, lestarferð yfir Kwai ánna, við á bambusbát með frumskóginn á báða bóga, vel kryddaður matur, fljótandi markaðir, speis borgin Bangkok með sínum háhysum og gatnakerfi á mörgum hæðum, endalausir markaðir þar sem að allt á milli heims og jarðar er selt, Chinatown og ótrúlega ljótt hótel, klæðskerar á hverju götuhorni með íslenska fánann í glugganum, ótrúlega mikið af vændiskonum enda mikil fátækt allstaðar, trópicalrigningar, sól og hiti og svaka stuð!!

Já og nú er ég á leiðinni heim á klakann bara...brrr.... Er að fara að vinna hjá Náttúrustofu Austurlands fyrir þá sem enn ekki vissu það. Já gat ekki sagt nei við því kostaboði þar sem að ég hef ekkert fundið að gera hér í Catania annað en að kenna ensku. Það þýðir að ég verð að mestu leyti búsett á því dýrindispleisi NESKAUPSSTAÐ í sumar, já já gott fólk.... enga öfund nú!!!!

fimmtudagur, júní 16, 2005

JÆJA ÞA ER HÆGT AÐ VIRÐA FYRIR SER TÆLANDSFERÐINA OKKAR Í MYNDUM OG MÁLI HÉR TIL HLIÐAR UNDIR TÆLANDSLINKNUM!! HAVE FUN FOLKS!!!

þriðjudagur, júní 07, 2005

Frettir fra taelandi

Allt gott ad fretta hedan fra taelandi, hofum tad rosalega gott. Eg er buin ad borda krabba og froskakjot, gefa opum banana, fara i bambussiglingu a einhverri a klappa filum og ymislegt annad skrytid. Eins og er tha erum vid a einhverri frumskogareyju sem heitir Koh Tao eg nina giovanni og ivano og erum vid buin ad vera her i sidan i gaermorgun. Vid sofum i strakofa nidri a skaerhvitri strond med palmatrjam og thad er alveg frabaert nema fyrir ninu sem ser skordyr utum allt og sefur thvi litid a nottinni. A morgun skilja svo leidir thvi vid giovanni viljum fara til Krabi en thau vilja fara aftur heim a hotelid i Hua Hin sem er einn sa mesti luxus stadur sem vid hofum augum litid ( hotelid sko ). Sbvo aetlum vid ad hittast i bangkok a fostudaginn og a sunnudagskvold er flug heim. Laet thetta duga i bili. Bid ad heilsa solbrenndum kvedjum!!!