ER BLOGGMENNINGIN AÐ LEGGJAST AF??
Hvað er málið með þessa bloggmenningu?? Eru allir hættir að blogga? Eru allir hættir að lesa blogg? Eru allir hættir að commenta?? Hvað er að gerast hérna?Mesti bloggsjúklingur sem ég þekki hún Bryndís Krogh er barasta alls ekki að standa sig og ekki búin að blogga í marga mánuði!! Hvar ertuuu?? Nína Björg hefur ekki bloggað síðan hún var í Tælandi og það telst ekki með þar sem að hún sat við hliðina á mér þegar hún gerði það. Samt bjóstu til síðuna svo maður gæti fylgst með þér í ævintýrunum í útlöndum en þú hefur ekki bloggað síðan þú steigst fæti á ítalska grund! Hvað er að gerast hjá þér? Ég vil fá upplýsingar... Líffræðingamafían er alveg steingeld og ég löngu hætt að opna þá síðu því að þar er aldrei neitt nýtt....STELPUR!!!HVAR ERUÐI?? Auður sem gengur undir nafninu Augnpot og er jafnframt fyrsti bloggari sem ég kynntist hefur ekki skrifað i tæpt ár... what's up skvísa... ekkert að gerast á Þingvöllum?? Þóranna hún bloggar einu sinni á 2 mánaða fresti og þegar hún loksins byrjar þá skrifar hún svo mikið að hun greinilega fær nóg og nennir ekki að blogga í heila eilífð eftir það! Eru engir spennandi túristar á Halló??? Á síðunni hans René er sami áróðurinn búinn að vera í einhverja 4 mánuði eða svo og ég löngu búin að ná því að Íslendingar eru ekki að standa sig í mengunarmálum og Kyoto samningurinn er löngu gleymdur og grafinn undir græna torfu! Ibbagogg mín byrjaði helvíti vel en núna er ég búin að lesa of oft um skilnaðinn sem þú fórst að sjá og nafnið á kisu litlu sem heitir Tjara eftir leigubílstjóra úti í bæ!! Ég vil updeit... mér finnst gaman að lesa næturbloggin þín ( þegar þú bloggar ).
Tinna systir setti mig inn á síðuna sína, sem ég hélt að væri síðan hennar, en svo er síðan greinilega ekkert hennar þar sem að hún bloggar aldrei heldur sér vinkonan alveg um það og því tilgangslaust fyrir mig að kíkja þangað. Sunnan að norðan er alls ekki að meika það heldur, enda bara búin að blogga tvisvar síðan að bloggsíaðan hennar fæddist mér til mikillar gremju því að ég er svo forvitin að vita hvernig lífið gengur fyrir sig í ameríkunni. Deeza í Cagliari sem ég þekki ekki neitt er sennilega komin að því að bráðna og hefur hún því góða og gilda ástæðu enda væri ég líka á ströndinni ef ég væri enn á Ítalíu. Ásta Kristín er komin heim á klakann og ekki hefur heyrst í henni síðan og þá er bara Maddaman eftir og hún heldur ykkur öllum á floti og trompaði með 2 bloggum á sama deginum ekki fyrir löngu síðan... heyr heyr heyrrrr
1 Comments:
Kúl að pósta á blogg - ári eftir skrif! Ég hef svo lítið að segja - og er orðin svo gleymin að ég man ekki Þingvallasögur mínútunni lengur!
Skrifa ummæli
<< Home