eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

þriðjudagur, júní 21, 2005

Jæja þá er ferðalagið til Írlands búið. Og Tælandferðin er nú minning ein og allt sem henni fylgdi, flugið til Þýskalands, lestarferðin til Hollands, heimsóknin til René, lestarmiðaverslunarferðin þar sem að lestamiðasölumaðurinn teiknaði hálfa Evrópu fyrir okkur á blað eins og við værum hálfvitar til að útskyra fyrir okkur hvernig við kæmumst frá Eindhoven til Kaupmannahafnar, bjórdrykkja með Nínu og Ivano á Kastrup, 10 tíma flugferð plús öll seinkunin á Tælandsfluginu ( eftir 11 tíma lestarferð ) rútan til Hua Hin eftir allt hitt ferðalagið, langar gönguferðir á hvítum ströndum Tælands, apahöfðingi sem biður um banana, sólbruni, móskítóbit, krabbakjöt, lúxushótel þar sem að það hlaupa til þjónar og opna fyrir mann hurðirnar, herbergisþjónusta allan sólarhringinn, orkideur á koddanum áður en maður fer að sofa, Koh Tao paradisareyja eftir heila nótt í rútu og í bát, meiri sólbruni, kórallar og Nemo fiskar sem bíta þig í tærnar, bungalow strákofar á milli pálmatrjánna á ströndinni þar sem við gistum ( fullir af maurum og einstaka kakkalakka ) ískaldur CHIANG bjór 6,4% sem kostaði ekki neitt neitt, humar á bambusveitingastað upp í klett með sjóinn fyrir neðan undir stjörnubjörtum næturhimni, verslunarferðir með Nínu að kaupa hitt og þetta allt í BIG SIZE þar sem að Tælendingar eru svo litlir að þeir sjást varla, meiri kakkalakkar, lestarferð yfir Kwai ánna, við á bambusbát með frumskóginn á báða bóga, vel kryddaður matur, fljótandi markaðir, speis borgin Bangkok með sínum háhysum og gatnakerfi á mörgum hæðum, endalausir markaðir þar sem að allt á milli heims og jarðar er selt, Chinatown og ótrúlega ljótt hótel, klæðskerar á hverju götuhorni með íslenska fánann í glugganum, ótrúlega mikið af vændiskonum enda mikil fátækt allstaðar, trópicalrigningar, sól og hiti og svaka stuð!!

Já og nú er ég á leiðinni heim á klakann bara...brrr.... Er að fara að vinna hjá Náttúrustofu Austurlands fyrir þá sem enn ekki vissu það. Já gat ekki sagt nei við því kostaboði þar sem að ég hef ekkert fundið að gera hér í Catania annað en að kenna ensku. Það þýðir að ég verð að mestu leyti búsett á því dýrindispleisi NESKAUPSSTAÐ í sumar, já já gott fólk.... enga öfund nú!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home