I am back
Ég var að koma af skrifstofunni. Maðurinn á skrifstofunni felur sig alltaf þegar hann sér mig, veit ekki afhverju. Í dag gat hann samt ekki falið sig því að það var opið inn til hans og ég sá að hann var að leika sér í símanum sínum. Þegar ég bankaði á hurðina þá leit hann ekki einu sinni upp svo upptekinn var hann en þegar hann sá mig þá lagði hann frá sér símann til að segja mér að enn hafi ekkert verið gert því að þetta væri allt svo erfitt, en ég þyrfti að fara að tala við annan mann út af þessu máli öllu saman því að það þurfi að breyta einkunnunum mínum frá Íslandi yfir í ítalskar einkunnir, en ég bara get ekki ímyndað mér að það geti verið svona ótrúlega erfitt. Allavegana ég labbaði upp í skóla til að tala við þennan hinn mann en hann var náttúrlega ekki við þannig að ég er ekki enn búin að fá að vita neitt, en maður er ekki óvanur því víst. Sjáum til hvernig gengur á morgun.
Þar sem ég var nú hvort sem er upp í skóla þá ákvað ég að fara og spurja einn prófessorinn hvenær hann hefði ákveðið að hafa prófið í september, og hann var ekki alveg buinn að ákveða það víst, annað hvort þann 6 september eða 13... mér finnst það nú nokkuð gott þar sem að það er þó nokkur munur á 6 og 13 þar sem að 6 sept er eftir 6 daga tæpa og ég ekki búin að læra það mikið, en hann sagði að það væri nu allt í lagi þar sem að það yrði annað próf líka í október og í hverjum mánuði eftir það þannig að ég þyrfti svosem ekkert að stressa mig. Já, svona er statusinn hér. Ég gæti svosem alveg verið róleg en þar sem að ég var nú að vonast til að útskrifast einhvern tímann á þessum áratug þá er ég að reyna að undirbúa 3 próf til að taka núna á næstunni þannig að svolítið stress er til staðar. Fyrst þarf ég samt eiginlega að vera viss um að þetta nám mitt verði einhverntímann metið inn í þennan skóla hérna þannig að ég geti verið viss um að útskrifast á endanum, vonandi hitti ég á þennan mann á morgun og vonandi á hann eftir að klára þetta af fyrir mig....
Annars er búið að vera gestkvæmt hjá mér. Laura vinkona frá Róm var hérna í heila viku og við fórum víða og svo var Bryndís hérna líka þó að stoppið hafi nú verið frekar stutt...hún er alltaf eitthvað að flýta sér kellingin..en ég get sagt með vissu að hún á ekki eftir að dreypa á sikileysku rauðvíni á næstunni þar sem að það fór ekki mjög vel í hana greyið heheh
HEY FOLK'S
ÞAÐ ERU KOMNAR NYJAR MYNDIR INN Á SÍÐUNA, UNDIR 2 LINKUM "NYJAR MYNDIR"OG "MEIRI NYJAR MYNDIR"!!! NJOTIÐ VEL!!!
GENTE, CI SONO DELLE FOTO NUOVO, SOTTO I 2 LINK " NYJAR MYNDIR " E " MEIRI NYJAR MYNDIR ". ENJOYYY
PEOPLE, THERE ARE SOME NEW PHOTOS ON THE WEBSITE, UNDER THE LINKS " NYJAR MYNDIR "AND THAN "MEIRI NYJAR MYNDIR"!! ENJOY
SHIPPATORI
Hei ég var að koma heim af ströndinni og var að stinga lyklunum í skráargatið þegar eg verð barasta vitni að ráni hérna í götunni minni, haldiði að það sé. Eitthvað vesalings fólk var bara að labba í hægindum sínum þegar tveir "shippatori " eins og þeir eru kallaðir hér í Catania birtast á mótorinó og kippa axlartöskunni af einni konunni í hópnum sem byrjaði að arga og garga eins og vitlaus manneskja sem er svosem alveg skiljanlegt en algjörlega tilgangslaust og ég hrökk svo við að ég snarsnéri mér við í gættinni og var að hugsa um að stökkva bara á drengina þar sem að þeir komu æðandi niður götuna til mín, en þar sem að það tekur of langan tíma að hugsa þegar svona hlutir gerast ( eins og ég hef svo margoft orðið vitni af persónulega ) þá voru þeir náttúrlega bara horfnir áður en ég gat ákveðið hvernig ég ætti að stökkva að þeim þannig að það endaði bara á því að ég stóð bara í sömu sporum á meðan mennirnir tveir sem voru í fylgd konunnar sprettu úr spori á eftir ræningjunum miklu, og konan alveg í öngum sínum yfir giftingarhringunum sem voru víst í töskunni... já já svona er þetta, maður er alveg í beinni útsendingu úr hasarnum í Harlem, alltaf eitthvað um að vera í götunni minni..... to be continued
BACK TO THE CRAP
Jæja þá er maður kominn aftur í ruglið. Það var rosa gaman að koma heim og ekki talar maður um þessa rjómablíðu sem geisaði um landið þvert og endilangt á meðan dvölinni stóð. Ekki var það verra í Kóngsins Köben, þó svo að fyrsta daginn þá hefðum við fengið smá rigningu þá stytti nú fljótlega upp og á laugardeginum var bara þetta fína veður og tilvalið að skoða borgina enda löbbuðum við ekkert smá mikið en það var allt í lagi því að það er svo mikið af stöðum í Köben sem hægt var að setjast niður og fá sér bjór og smörrebröd. Annars varð ég bara mjög hrifin af landi og þjóð, Danir eru flottir og sérstaklega varð ég hrifin af því að þar eru umferðarljós fyrir hjólafólk og maður fær að vita hversu mikinn tíma maður hefur til að komast yfir á grænu, ótrúlega svalt.
Mamma setti vegabréfið mitt í þvottavélina og nú á ég ótrulega fallegt og krumpað passport. Lenti samt ekki í neinum vandræðum neinsstaðar með það, nema þegar förinni var lokið hér í Palermo. Mér finnst það einmitt mjög viturlegt af Ítölum að byrja bara strax á því að láta ferðamenn vita af því á hverju þeir eiga von eftir að þeir koma inn í landið, með því að byrja bara komuna inn í landið á eintómu veseni og látum. Um leið og élin lenti í Palermo þá kemur strætó til að ná í liðið og skutlar því að flugstöðvarbyggingunni. Þegar þangað var komið þá vantaði lögreglumenn til að hleypa fólkinu í gegnum vegabréfsskoðunina og beið heil flugvél í pínulitlu herbergi ( og ekki komust allir fyrir og helmingurinn stóð úti á velli )með engri loftkælingu eftir því að einhver mætti í vinnuna sína en ekkert gerist. Loksins þá kemur einn löggukall lallandi og byrjar að skoða vegabréf og ekki ganga hlutirnir hér fyrir sig eins og alls staðar annars staðar innan evrópusambandsins að horft sé einugis á vegabréfin, heldur var hverju einu og einasta vegabréfi stimplað inn í ótrúlega tæknilegar miðalda flugvallartölvur sem þeir hafa yfir að ráða hér á flugvellinum og hver og einn kontrollaður persónulega frá a til z, jafnvel þó þeir væru bara ítalir að snua heim úr fríinu sínu. Eftir heilan klukkutíma þá komumst við að í vegabréfsskoðuninni og þá átti ekkert að hleypa mér inn í landið. Löggulufsan fannst vegabréfið mitt mjög grunsamlegt, en ekki var það mömmu að kenna nema að hluta, því að það var íslenskt og hann greinilega hafði ekki hugmynd um hvar það var og þurfti að leita alveg spes af því á einhverju blaði. Fann það greinilega ekki og spurði mig hvort ég væri með leyfi til að komast inn í landið ( á ítölsku og ég með íslenskt vegabréf, hann hefur kannski haldið að við værum ítölsk nýlenda ) ég sagði honum að ég hefði evrópskan passa gefinn út í Catania en þó ég hefði hann þá þyrfti ég hann nú samt áður ekki til að koma í frí á Ítalíu.... hann tilkynnti mér það að talvan hans sæi hvergi neitt landvistarleyfi skráð á mig, og ég bara svaraði honum ekki enda var þetta alveg fáranlegt. Með miklum semingi lét hann mig hafa vegabrefið mitt til baka og enn þá var hálf vélin sem beið eftir að komast í gegn um hina hárfínu sikileysku vegabréfsskoðun....