eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: BACK TO THE CRAP

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

BACK TO THE CRAP

Jæja þá er maður kominn aftur í ruglið. Það var rosa gaman að koma heim og ekki talar maður um þessa rjómablíðu sem geisaði um landið þvert og endilangt á meðan dvölinni stóð. Ekki var það verra í Kóngsins Köben, þó svo að fyrsta daginn þá hefðum við fengið smá rigningu þá stytti nú fljótlega upp og á laugardeginum var bara þetta fína veður og tilvalið að skoða borgina enda löbbuðum við ekkert smá mikið en það var allt í lagi því að það er svo mikið af stöðum í Köben sem hægt var að setjast niður og fá sér bjór og smörrebröd. Annars varð ég bara mjög hrifin af landi og þjóð, Danir eru flottir og sérstaklega varð ég hrifin af því að þar eru umferðarljós fyrir hjólafólk og maður fær að vita hversu mikinn tíma maður hefur til að komast yfir á grænu, ótrúlega svalt.

Mamma setti vegabréfið mitt í þvottavélina og nú á ég ótrulega fallegt og krumpað passport. Lenti samt ekki í neinum vandræðum neinsstaðar með það, nema þegar förinni var lokið hér í Palermo. Mér finnst það einmitt mjög viturlegt af Ítölum að byrja bara strax á því að láta ferðamenn vita af því á hverju þeir eiga von eftir að þeir koma inn í landið, með því að byrja bara komuna inn í landið á eintómu veseni og látum. Um leið og élin lenti í Palermo þá kemur strætó til að ná í liðið og skutlar því að flugstöðvarbyggingunni. Þegar þangað var komið þá vantaði lögreglumenn til að hleypa fólkinu í gegnum vegabréfsskoðunina og beið heil flugvél í pínulitlu herbergi ( og ekki komust allir fyrir og helmingurinn stóð úti á velli )með engri loftkælingu eftir því að einhver mætti í vinnuna sína en ekkert gerist. Loksins þá kemur einn löggukall lallandi og byrjar að skoða vegabréf og ekki ganga hlutirnir hér fyrir sig eins og alls staðar annars staðar innan evrópusambandsins að horft sé einugis á vegabréfin, heldur var hverju einu og einasta vegabréfi stimplað inn í ótrúlega tæknilegar miðalda flugvallartölvur sem þeir hafa yfir að ráða hér á flugvellinum og hver og einn kontrollaður persónulega frá a til z, jafnvel þó þeir væru bara ítalir að snua heim úr fríinu sínu. Eftir heilan klukkutíma þá komumst við að í vegabréfsskoðuninni og þá átti ekkert að hleypa mér inn í landið. Löggulufsan fannst vegabréfið mitt mjög grunsamlegt, en ekki var það mömmu að kenna nema að hluta, því að það var íslenskt og hann greinilega hafði ekki hugmynd um hvar það var og þurfti að leita alveg spes af því á einhverju blaði. Fann það greinilega ekki og spurði mig hvort ég væri með leyfi til að komast inn í landið ( á ítölsku og ég með íslenskt vegabréf, hann hefur kannski haldið að við værum ítölsk nýlenda ) ég sagði honum að ég hefði evrópskan passa gefinn út í Catania en þó ég hefði hann þá þyrfti ég hann nú samt áður ekki til að koma í frí á Ítalíu.... hann tilkynnti mér það að talvan hans sæi hvergi neitt landvistarleyfi skráð á mig, og ég bara svaraði honum ekki enda var þetta alveg fáranlegt. Með miklum semingi lét hann mig hafa vegabrefið mitt til baka og enn þá var hálf vélin sem beið eftir að komast í gegn um hina hárfínu sikileysku vegabréfsskoðun....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home