eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: I am back

þriðjudagur, ágúst 31, 2004

I am back

Ég var að koma af skrifstofunni. Maðurinn á skrifstofunni felur sig alltaf þegar hann sér mig, veit ekki afhverju. Í dag gat hann samt ekki falið sig því að það var opið inn til hans og ég sá að hann var að leika sér í símanum sínum. Þegar ég bankaði á hurðina þá leit hann ekki einu sinni upp svo upptekinn var hann en þegar hann sá mig þá lagði hann frá sér símann til að segja mér að enn hafi ekkert verið gert því að þetta væri allt svo erfitt, en ég þyrfti að fara að tala við annan mann út af þessu máli öllu saman því að það þurfi að breyta einkunnunum mínum frá Íslandi yfir í ítalskar einkunnir, en ég bara get ekki ímyndað mér að það geti verið svona ótrúlega erfitt. Allavegana ég labbaði upp í skóla til að tala við þennan hinn mann en hann var náttúrlega ekki við þannig að ég er ekki enn búin að fá að vita neitt, en maður er ekki óvanur því víst. Sjáum til hvernig gengur á morgun.

Þar sem ég var nú hvort sem er upp í skóla þá ákvað ég að fara og spurja einn prófessorinn hvenær hann hefði ákveðið að hafa prófið í september, og hann var ekki alveg buinn að ákveða það víst, annað hvort þann 6 september eða 13... mér finnst það nú nokkuð gott þar sem að það er þó nokkur munur á 6 og 13 þar sem að 6 sept er eftir 6 daga tæpa og ég ekki búin að læra það mikið, en hann sagði að það væri nu allt í lagi þar sem að það yrði annað próf líka í október og í hverjum mánuði eftir það þannig að ég þyrfti svosem ekkert að stressa mig. Já, svona er statusinn hér. Ég gæti svosem alveg verið róleg en þar sem að ég var nú að vonast til að útskrifast einhvern tímann á þessum áratug þá er ég að reyna að undirbúa 3 próf til að taka núna á næstunni þannig að svolítið stress er til staðar. Fyrst þarf ég samt eiginlega að vera viss um að þetta nám mitt verði einhverntímann metið inn í þennan skóla hérna þannig að ég geti verið viss um að útskrifast á endanum, vonandi hitti ég á þennan mann á morgun og vonandi á hann eftir að klára þetta af fyrir mig....

Annars er búið að vera gestkvæmt hjá mér. Laura vinkona frá Róm var hérna í heila viku og við fórum víða og svo var Bryndís hérna líka þó að stoppið hafi nú verið frekar stutt...hún er alltaf eitthvað að flýta sér kellingin..en ég get sagt með vissu að hún á ekki eftir að dreypa á sikileysku rauðvíni á næstunni þar sem að það fór ekki mjög vel í hana greyið heheh

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home