eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Hei fattaði í gær að ég var ekki búin að segja ykkur frá því hvernig fór á háskólskrifstofunni um daginn. Það er svosem ekkert nýtt að ég hafi verið þar á ferð enda verið mitt annað heimili seinustu þrjú árin, en núna gerðist svolítið athyglisvert.

Í þetta skiptið þá fór ég til að tala við einhverja konu sem ég undanfarin 3 ár hafði ekki haft hugmynd um að væri til. Lögfræðingurinn sem fór upp í skóla fyrir mig hafði upp á henni og sagði mér að hún væri ein af fáum þarna inni sem hægt væri að tala við af viti. "aaaa ert þú þessi fræga Birna" segir hún þegar ég kynni mig. Mér til mikillar undrunar þá veit hun alla mína sögu og segir mér að það hafi fullt af fólki komið og hringt í hana til að tala um mig og mín vandræði. Ég kinka bara kolli og bíð eftir að hún segi mér eitthvað af viti. Ég fæ að vita það að prófin mín frá Íslandi hafi aldrei verið metin inn í háskólann hér vegna þess að þau séu svo lík líffræðiprófum ( já ég kem einmitt úr líffræði þetta passar allt hjá þeim ) þrátt fyrir að seinustu 3 árin þá hafi ég verið látin standa í þeirri trú að prófin yrðu metin inn, og þess vegna sé búið að ógilda prófin sem ég hafi tekið við skólann hérna úti og ég fékk meira að segja að sjá plaggið þar sem stóð svart á hvítu ÓGILD, þvílík ironia að þetta er eina plaggið sem ég hef fengið að sjá frá háskólanum í catania frá því ég kom hingað. En jæja, kella skilur ekkert í því afhverju ég hafi ekki haldið áfram að borga skólagjöldin og ég svara henni hreinskilningslega að ég hafi ekki hugsað mér að halda áfram í þessum kúkaskóla þar sem að maður þarf að bíða í 3 ár eftir að fá að vita hvort að prófin manns séu metin inn eða ekki og loksins þegar ákveðið er að þau séu ekki metin inn þá sé hvorki verið að hafa fyrir því að láta mann neitt vita og það sem maður hefur gert á meðan bara strokað út eins og ekkert sé.

Hún kinkar bara kolli og segir að ég þurfi nu samt sem áður ekki að hafa áhyggjur ég þurfi bara að fara til prófessoranna og biðja þá um að gera mér smá greiða með að breyta dagsetningunum á prófunum, henni þyki það óliklegt að ég muni þurfa að taka þau upp á nýtt!!!!!!!! Er ekki í lagi????

Ég segi henni vinsamlegast að ég ætli ekki að fara að hlaupa um allar skólabyggingarnar og grenja út greiða hjá þessum blessuðu prófessorum vegna þess að einhverjir sem ég veit ekki einu sinni hverjir eru hafi ekki unnið vinnuna sína. Hver ætlar svo að segja mér það að þessir kennarar eigi svo eitthvað eftir að hlusta á mig? Díses. Eins og ég treysti einhverju af því sem er sagt við mig núorðið....

Þessi fundur endaði á því að hún ætlar að prenta út fyrir mig prófin mín svo ég geti þá farið til Danmerkur eða eitthvert annað langt í burtu héðan, þar sem að á stendur að ég hafi tekið eftirtalin próf en samvæmt ítölskum háskólalögum þá séu þau ekki gild við ítalska háskóla... ég verð því að vona að heimurinn fyrir utan Ítaliu skilji það að ítölsk lög eru nú ekki alveg með fulle fem og að ég fái þetta metið inn í annan skóla.

Hún bætir svo við að strákurinn hennar eigi finnska stelpu sem þyki voða gaman að koma til sikileyjar og henni finnist gott að vera þar en hun sé samt sem áður í skóla í Finnlandi og að strakurinn hafi farið að heimsækja hana og hafi komið aftur til sikileyjar og sagt við mömmu sina, vá mamma það hafa allir svo mikið pláss í finnlandi, allir eiga alveg heilt hús og garð og nóg pláss fyrir alla, en mér finnst samt allir voða kaldir í Finnlandi ekki eins og í sikiley. Í finnlandi þá nefnilega ef þu ferð á háskólaskrifstofuna þá er það manneskja sem segir þer frá a til ö hvað þu eigir að gera á mjög kaldan hátt og svo líkur því þar... hér í sikiley þá hins vegar setur fólk hjartað í það sem það gerir og allir vilja reyna að leysa vandamálin sem upp koma, svo lítur hún á mig og kímir, já eða allavegna flest vandamál.... þetta fannst mér nú frekar sorglegur endir á samtali okkar þar sem að hún reynir að verja sinn málstað með því að segja mér þessa skemmtilegu sögu af syni sínum í Finnlandi sem ég get nú reyndar ekki séð að komi mér nokkuð við fyrir utan það að ég kýs þá frekar kalda háskólastarfsmanninn í finnlandi sem segir mer allavega hvað ég á að gera heldur en ítalska háskólastarfsmanninn sem segir mér ekki neitt af viti en gefur mér hinsvegar hjartað sitt sem ég því miður hef ekkert við að gera....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home