eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

mánudagur, apríl 04, 2005

Það kann ekki góðri lukka að stýra að drekka nokkra lítra af heimabrugguðu rauðvini í matarboði og skella sér svo á pöbbinn á eftir og panta screwdriver... ég ætti nú að vita það orðið að rauðvín og vodki fer ekki vel saman, en þrátt fyrir það þá skellti ég mér í það að panta mér kokteil eftir allt rauðvínsþambið og þar sem að heilastarfsemin var ekki skárri en það að screwdriver var það eina sem kom upp í hausinn á mér þegar barþjónninn kom til að afgreiða mig þá enduðu hlutirnir á þann veginn. Ég ætla ekki að fara nánar út í það hvernig þetta kvöld endaði en þeir sem hafa komið hingað og heimsótt mig og smakkað sikileysk rauðvín geta ýmindað sér hvernig ástandið var!! Ég er officially hætt að drekka heimabrugguð rauðvín, þetta er verra en versti spíri og hef ég nu séð það svart í líffræðideildinni við HÍ heima... Landi er bara besta grey í samanburði

Annars sit ég bara heima og bíð eftir að það gerist eitthvað markvert. Bíð til dæmis eftir því að mér batni kvefið sem ég er með, er að því komin að kafna og nenni ekki að vera klædd sem skildi ( er í ljótasta jogginggalla ever með trefi, 66gráður norður fleesepeysu og í Guinnes inniskónum sem var það eina sem ég splæsti í í risa Guinnes storehousinu sem við fórum í í Dublin og ferðafélagarnir sikileysku eyddu 2 tímum inní... hélt ég yrði geðveik þar sem að ég var buin að skoða allt á 5 mín og kaupa það sem mig langaði í líka arrgghh ). Er líka að bíða eftir að bréfið frá háskólanum í Danmörku komi, er buin að biða eftir því í 10 daga.... það var nattla sent heim til íslands og mamma sendi það áfram til mín en enn bólar ekkert á því... er að bíða líka eftir því að rafmagnskallinn komi, það er nefnilega buið að vera rafmagnslaust í íbúðinni frá í gær og fiskarnir mínir eru að verða súrefnislausir og næstum freðnir líka plús það að ískápurinn er farinn að leka og ég nenni ekki að bíða eftir honum lengur því að ég veit að ef allt fer eins og það fer yfirleitt á Ítaliu þá kemur hann ekki fyrr en seint í kvöld eða á morgun.... hei og já ég er líka að bíða eftir að fá að vita eitthvað með vinnu, það er skemmtilegt að vita aldrei neitt... sérstaklega fyrir skapgóðar og þolinmóðar manneskjur eins og undirskrifuð er....

annars gaman að einu, get sagt ykkur frá því þar sem að Giovanni skilur ekki íslensku. Það hafði samband við mig einhver náungi sem vildi að ég hjálpaði honum að finna vinnu á íslandi, ég hitti hann um daginn og gaf honum upp email hjá orkuveitunni því hann er einhver oflærður gæi í orkumálum... ekki endaði það nu betur en svo að hann er buinn að vera hringjandi síðan til að bjoða mer ut í pizzu og ég veit ekki hvað og hvað því að hann var molto impressionato del mio aspetto grazioso e del mio senso di ironia che é dificile a trovare nelle ragazze belle!!! Já ég gat nú allavegana hlegið að þessu í skammdeginu í íbúðinni minni, búið að rigna í 4 daga og það er ekki ábætandi í rafmagnsleysinu.... hnuufff

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home