eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Er loksins orðin hitalaus, þó ég hafi nu ekki mælt mig eða neitt, finn það bara að ég er ekki með hita eins og í gær, Giovanni eitraði fyrir mér í gærkveldi, það væri þá aldrei nema þessar ítölsku töflur virki. Eg vil yfirleitt aldrei taka nein lyf þegar ég er með kvef þar sem að kvef og hiti er eitthvað sem gengur bara yfir. Hinsvegar vill Giovanni alltaf að ég taki einhverjar í töflur og ég neita alltaf þar til að hann tróð henni upp í mig í gærkvöldi og svei mér þá held bara að hún hafi virkað, annars er þetta erfitt því að ég fæ víst aldrei að vita hvort ég hefði bara ekki verið hitalaus í dag þó ég hefði ekki tekið inn töfluna...að ógleymdum nýkreistum appelsínusafa sem ég fæ alltaf beint í rúmið áður en hann fer í vinnuna, appelsínur eru heilagar hér um slóðir og eiga vist að vera allra meina bót.

Annars er ég búin að vera dugleg í dag. Búin að greiða kisa uppi á svölum, bursta skelina á skjaldbökunum og skipta um vatn á þeim ásamt að leyfa þeim að hlaupa aðeins um svalirnar ofan í blómapottunum og svona og svo skipti ég á mold á appelsínutréinu mínu, loksins þvi að potturinn var orðinn alltof lítill.

Frétti líka í gær að það gæti farið að styttast í það að ég fái vinnu.. já já en tölum ekki meira um það í bili því að ef maður hugsar of mikið um hlutina þá rætast þeir ekki....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home