eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Long time no writing

mánudagur, júlí 26, 2004

Long time no writing

Nú er orðið frekar langt síðan maður skrifaði síðast, hef eitthvað lítið verið á netinu, maður er náttúrlega að búa sig undir að fara að leggja af stað heim, panta hótel í London og í Kaupmannahöfn og snúast ýmislegt hérna áður en lagt verður að stað.  Jú og svo er ég líka búin að vera að vinna svolítið.  Þurfti að fara til Ragusa um daginn með auglýsingar, það var svosem alveg ágætt. Er búin að kynnast franskri stelpu sem býr hérna, kynntist henni í þessum blessaða tungumálaskóla þannig að maður á loksins einhverja vni, enda erum við búnar að hanga saman síðan við kynntumst, förum saman þegar ég er að vinna, förum saman á ströndina og svo út á kvöldin þannig að það er fínt.

Við kynntumst líka nokkuð svalri stelpu frá Marokkó í Ragusa ( smábærinn þar sem að ég var að vinna í ) hún bauð okkur bara heim með sér og þar bjó hún með konu frá Torino sem hún hitti á götunni og bauð henni að búa hjá sér þar sem að þessi kona var kokkur og var í Ragusa í einhverri starfsþjálfun sem  átti að vera í einn og hálfan mánuð, en eftir 4 daga þá var hun nu alveg buin að fá nóg af Sikiley og skipulagsleysinu hér þannig að hún var nú barasta á leiðinni heim aftur, og trú mín á hugrekki mínu ... eða heimsku vex dag eftir dag þegar ég hitti fólk sem kvartar og kveinar yfir hlutunum hérna.

Ég lærði hinsvegar heilmikið á því að tala við þessa stelpu frá Marokko sem lifir tvöföldu lífi þar sem að hún er Múhameðstrúar en tekur trúnna samt sem áður ekki bókstaflega, það er að segja þegar að foreldrar hennar eru ekki nálægt, en þau búa hér í öðru þorpi í Sikiley.  Hun fer hinsvegar í háskólann í Ragusa og leigir íbúð þar svo hun geti verið svolítið í friði frá strangtrúuðum foreldrum sínum þvi að þegar hun er heima hjá sér þá þarf hun að fylgja reglum Islam og í 40 stiga hita þá má hun td ekki vera í hlýrabol heldur þarf hun að hylja sig og má heldur ekki fara á ströndina, og nú er ég loksins búin að skila af hverju fólkið sem selur drasl á ströndinni eru alltaf í peysum og með hatt, ég hélt að það væri að því að eim væri bara ekkert svo heitt þar sem að þetta lið kemur frá Afríku, en ástæðan er nátturlega sú að samkvæmt kóraninum þá mega hvorki kallar né kellingar vera fáklædd  innan um annað fólk.  Mér finndist nú allt í lagi að hafa undantekningar þegar það er svona heitt, en það er víst ekki ... en já athyglisvert að kynnast fólki sem lítur svona allt öðruvísi á lífið og tilveruna, en gellan brá ser nú samt sem áður á ströndina með okkur þar sem að hún er alveg sammála okkur um það að trúin ætti að vera einkamál hvers og eins og fólk eigi bara ekkert að vera að skipta sér af því hver trúir hverju og á hvern.  En vandamál heimsins eru margvísleg, fátækt, græðgi, öfund og trúarbrögð.  Best væri ef allir gætu bara búið í sátt og samlyndi án þess að skipta sér af hvað næsti maður er að gera, ég held að það sé hægt að segja margt slæmt um múhameðstrú eins og skort á frelsi einstaklingsins og kúgun kvenna en ég held líka að það sé hægt að segja margt slæmt um vestrænan heim og það sem gerist á hverjum degi fyrir framan augun á okkur, og get ég tekið sem dæmi að ég sá viðtal við fræga ítalska fyrirsætu um daginn sem á 5 ára gamla dóttur og á meðan talað var við barnið þá hrökk það fram að vörum krakkans að henni fannst hun vera of feit og var í megrun.... krakkinn var vart talandi, en var samt sem áður með það á hreinu að hún væri í of miklum holdum... þetta fannst mér alveg lýsandi fyrir vestrænt þjóðfélag og skilaboðin sem eru send út til okkar á hverjum einasta degi oft á dag um það hvernig fólk á að vera og hvernig það á að haga sér, stelpur sem eru látlaust í megrun og bregða á það ráð að láta skera sig upp eða borga fyrir einhverjar rándyrar meðferðir sem oftast enda með ósköpum, sjálfið í rusli og engin virðing fyrir sjálfum sér.... já er Íslam vitlaust eða erum það kannski við sem látum hafa okkur út í svona vitleysu? Hvar er meðalvegurinn?? 

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home