eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: UGH!!

miðvikudagur, maí 24, 2006

UGH!!

Vá hvað það er erfitt að koma sér í það að læra aftur eftir smá pásu. Ég hef sko engann sjálfsaga, búin að komast að því. Ef það er ekki próf bara alveg eftir nokkra daga þá bara sest ég ekki niður. Prófaði samt í dag en endaði á því að skríða upp í rúm og sofna. Það er nu vel af sér vikið. Prófið er ekki fyrr en 1 juni en það væri ágætt að fara að hella sér í þetta svo maður sé ekki sami gamli íslendingurinn alltaf á seinustu stundu! Nína kemur svo til mín 31 á leiðinni heim, það verður gaman að sjá sjellinguna ( eins og þeir segja í Færeyjum ) :)

Grænlandsferðin er að komast á hreint. Lítur út fyrir að það verði farið 23 júni og aftur heim til Kaupmannahafnar þann 1 júli. Ég verð reyndar þá í 3 vikna prógrammeringskúrs sem lykur ekki fyrr en 26 júli en ég hlyt að geta massað það einhvernveginn...Það er því von á mér heim um þá helgi ( 2-3 juli ), hvort sem ég mun stoppa í borg dauðans eða fljuga beint heim í sveitasæluna. Góðu frettirnar eru þær að við Ragnhildur fengum fullan styrk í þetta Grænlandsverkefni og þurfum þvi ekki að borga kronu sjálfar í ferðinni, eins og leit ut fyrir í byrjun, nema fyrir allar selspikssteikurnar sem við eigum eftir að splæsa á okkur á mestu hip og kúl stöðum Grænlands. Eftir nokkra daga verður svo farið í mission um Kaupmannahöfn þvera og endilanga í leit að rétta vísindamannadressinu, þ.e bleik stígvél og regngalli í stíl. Þegar það verður fundið þá verðum við sko tilbúnar í slaginn. Grænland hér komum við, beint frá Íslandi ( eða frekar svona óbeint samt ) klæddar í íslensku sauðalitina, bleikt frá toppi til táar!! Gerist ekki betra skal ég segja ykkur!!

Annað kvöld er ég svo að fara út að borða með Ragnhildi og Hirti og vinum þeirra og svo í bío á Da Vinci lykilinn, það verður gaman og ég er viss um að Jean Reno heldur myndinni uppi, get ekki beðið eftir að vita hvern hann leikur..

That is all for now!!!

3 Comments:

At 24. maí 2006 kl. 19:12, Blogger Ragnhildur said...

Pant fá mér rósótt stígvél og regnhlíf í stíl, og jafnvel sjóhatt sem ég skreyti með stórum fjöðrum!

 
At 24. maí 2006 kl. 19:38, Anonymous Nafnlaus said...

Ég er ekki í vafa um að þú verður sætasta vísindakonan sem hefur stigið fæti á Grænlandi, í bleika dressinu sko!

 
At 24. maí 2006 kl. 19:38, Blogger Picciotta said...

Heheh já þú ætlar að vera í Sylviu Night fíling, það er í góðu ég mæti þá vatnsgreidd með sólgleraugu og verð sameinaður Hommi og Nammi!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home