Fréttir úr Birnukoti
Langt síðan að ég hef bloggað. Ástæðan er afar einföld að mestu leyti. Búið að vera mikið að gera seinustu daga, margar svefnlitlar nætur, skýrsluskil, fyrirlestrar, próf og annað stúss. Stærðfræðiprófið er búið. Það hefði mátt ganga betur. 17 maí verður í minnum hafður fyrir að vera alveg einstaklega leiðinlegur og misheppnaður dagur. 18 mai var litið betri, Sylvía komst ekki áfram í Eurovisioninu og ég hellti í mig einni rauðvínsflösku til að slá á sorgir mínar enda í fyrsta skiptið í 6 ár sem ég fæ tækifæri til að fylgjast með þessari blessuðu keppni. Íslendingar eiga sko aldrei eftir að komast upp úr þessari blessuðu undanúrslitum, okkur væri nær að spara þessar hundrað milljonir sem kostar að senda föruneytið út og eyða peningunum í eitthvað annað gáfulegra. Annars var ég nokkuð ánægð með hana Sylvíu, verst að Evrópa var ekki að fatta djókið!!!Vaknaði svo draugþunn daginn eftir til að fara og halda fyrirlestur á dönsku nátturlega, upp í skóla um Nilfisk hárystidæluna. Gekk líka svona glimrandi vel. Þynnkan leyfði stressinu ekki að komast að og ég líka svona svellköld. Spurning um að hafa þetta sem fasta reglu í framtíðinni. Fékk 10 fyrir öll herlegheitin og þar með er sá áfangi staðinn.
Helgin er svo búin að vera frekar róleg, enda smá púst núna á milli prófa. Ég kíkti aðeins á hverfispöbbinn í gærkvöldi í ágætis kompaní og komst þar í tæri við undirheima Amagerhverfisins. Eigandi staðarins draugfullur tilkynnti mér að ég hlyti að vera drottningin af Íslandi, sem mér fannst mjög við hæfi og barkallinn sem var sextugur og tannlaus skellti sér úr bolnum eitt augnablik til að sýna okkur skotsár og svöðusár sem hann var með á bringunni. Þetta var allt saman mjög athyglisvert og eftir nokkur ABBAlög í djúkboxinu og smá gajol þá var haldið heim á leið og í framtíðinni sneitt fram hjá hverfiskránni enda alveg nóg að tala við sumt fólk bara einu sinni.
Læt þetta duga í bili enda best að fara að huga að næsta prófi. Luv u all
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home