eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Já maður er sko aldrei

fimmtudagur, október 20, 2005

Já maður er sko aldrei

of veikur til að blogga!! Fyrsti dagurinn í tilrauninni var í dag og ég reif mig á fætur klukkan sjö. Ekki það að ég hefði þurft að vakna svona hryllilega snemma en klukkan sjö byrja elskulegu verkamennirnir hérna á svölunum rétt fyrir neðan gluggann minn að bora í sementvegginn hjá mér, díses hvað ég þoli þá ekki!Það besta er líka að það þýðir ekkert að öskra á þá því að þeir eru allir með eyrnatappa við þessa iðju sína, þannig að þið getið ímyndað ykkur hávaðann og hversu stutt þeir eru frá glugganum mínum þar sem að ég SÁ eyrnatappana í eyrunum á þeim! OHH!! Dreif mig á fætur ekkert alltof hress eftir lítinn nætursvefn af völdum kvefs. Kem upp í skóla og eftir allan hristinginn í metró og í strætó þá fer ég beint inn á klósett og gubba ( galli nammi nammi þar sem að ég var ekki búin að borða neitt ) og þá líður mér bara miklu betur, þrátt fyrir hausverk og kvef. Finn tilraunina og er látin blása í eitthvað voða fínt rör. Þessi tilraunastaður er frekar krípí en samt svolítið kúl þar sem að það eru fullt af svona loftslagstilraunum í gangi og manni líður svolítið eins og maður sé inn í geimskipi plús það að þarna töluðu allir saman á austur evrópskum tungumálum, aðallega þó á téknesku og pólsku sem var svolítið til að ýta undir stemmninguna. Nú ég blæs í rörið og geri það bara nokkuð vel allavegana miðað við spánverjana og portúgalana sem voru ekki alveg að skilja það hvernig ætti að blása inn og út, nema hvað að rörið og talvan og sú pólska tilkynna mér hátíðlega að ég ætti nú eiginlega bara að vera í rúminu þar sem að ég sé augljóslega veik vegna einhverra skrýtinna parametra í andardrætti mínum. Ég læt nú lítið úr því iss ég er bara með smá kvef segi ég það batnar...og sú pólska bara you go home to bed, you take medicine!!Nú ef ég er ekki orðin betri á mánudaginn þá fæ ég ekki að taka þátt í tilrauninni, fussum svei!! Þannig að ég fór heim og stærðfræðitímanum mínum hjá manni risadvergsins var aflýst og ég bara upp í rúm að sofa og vaknaði eiginlega enn verri eftir það. Held reyndar að það sé gott því ég hlýt að vera átoppi veikindanna núna því ætti þetta aðeins að geta farið batnandi.... eða það vona ég.

8 Comments:

At 20. október 2005 kl. 23:04, Anonymous Nafnlaus said...

Birna min fáðu þér flóaða mjólk og andaðu að þér gufu hitaðu vatn í potti og andaðu gufuni að þér

 
At 21. október 2005 kl. 20:59, Anonymous Nafnlaus said...

Passaðu þig að fara ekki of fljótt af stað. Gætir fengið lungnabólgu. Betra að vera heima í einn tvo daga

 
At 22. október 2005 kl. 12:36, Anonymous Nafnlaus said...

Ég skrifaði inn í gær en sé að það hefur farið eitthvað annað en hingað... ég er nörd. Láttu þér batna kæra vinkona. Veit að það þýðir ekkert að segja "farðu nú ekki of snemma af stað og allt það" þú ferð ekkert eftir því.
kveðja Hilma

 
At 22. október 2005 kl. 13:40, Blogger Picciotta said...

hahaha ja einhvernveginn er thad alltaf thannig ad manni finnst madur alltaf vera hressari en madur er og skreppur adeins ut, eg gerdi thad einmitt i gær ehemm, en er tho skarri held eg i dag... takk fyrir ad hugsa til min everybody smack

 
At 23. október 2005 kl. 04:04, Anonymous Nafnlaus said...

Jæja svona er lífið manneskja! Ég var að koma úr Eiða reunion á Celtic Cross. Það var Geðveikt gaman að hitta alla þessa hressu krakka.

 
At 25. október 2005 kl. 21:21, Anonymous Nafnlaus said...

ertu alveg hætt að blogga kjelling??

 
At 26. október 2005 kl. 20:26, Blogger Ásta Kristín said...

Láttu þér batna lambið mitt. Ég setti fram aðra myndagátu fyrir þig, svona til að stytta þér stundir í lösunni.

 
At 28. október 2005 kl. 11:14, Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert skrifað í heila viku hvar ertu. mikið að gera hjá þér við skiljum það vel

 

Skrifa ummæli

<< Home