ALLT Í ORDEN
í Kaupmannahöfn. Haustfríið er byrjað og það þýðir að ég þarf ekki að fara í skólann næstu vikuna. Tíminn verður hins vegar notaður í verkefnavinnu í ruslaáfanganum, lesa fyrir próf í verkfræðiheimspeki og vinna upp tapaðann tíma í nördastærðfræðinni, þannig að það er sko ekkert frí á þessum bæ! Það er svosem ágætt, það verða komin jól áður en maður veit af! Annars er það að frétta að við lentum í svakalegri siglingu á menningarnóttinni hérna í Kaupmannahöfn í fyrradag og ætlaði hún engann endir að taka og vorum við orðnar áhyggjufullar um að við myndum bara reka á land við Íslandsstrendur en það varð nú ekki sem betur fer enda var okkur orðið frekar kalt þegar við náðum loks að koma okkur frá borði. Þetta var samt mjög skemmtilegt og öðruvísi að fara í svona kvöldsiglingu. Annars er smá saman að kólna í veðri og ég er eiginlega bara hæstánægð með það endafarin að sakna þess að finna fyrir svolitlum kulda og geta klætt mig í þykkar peysur og vetrarföt bara yfirleitt. Svo keyptu ég þessa fínu húfu í Vero moda um daginn sem ég þarf endilega að fara að nota, þannig að vetur konungur má endilega fara að láta á sér bera með rauðum kinnum og jafnvel einhverjum snjókornum...
3 Comments:
eg og maddaman vorum sko i siglingu skil ekki afhverju linkurinn kemur ekki inni færsluna
He he, var einmitt að spá í því, við hverjir fórum eiginlega í siglinguna! Keep up the good work!
Fer þér ekki að vanta lopapeisu og eitthvað fl,get sent þér pakka ef þú vilt
Skrifa ummæli
<< Home