eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: GOÐIÐ HEFUR TALAÐ!!!!!

þriðjudagur, október 04, 2005

GOÐIÐ HEFUR TALAÐ!!!!!

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld, athyglisvert að jafn ólíkir aðilar og Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og enska biskupakirkjan hafi beðist afsökunar á Íraksstríðinu. Hann sagði fáa eftir sem enn reyna að halda því fram að Íraksstríðið væri lögmætt, en á meðal þeirra væru George Bush, Tony Blair, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson.

Steingrímur sagði líklega of seint að vænta þess að Davíð Oddsson muni biðja þing og þjóð afsökunar á því hvernig nafn Íslands var misnotað þegar það var sett á lista hinna staðföstu þjóða.

?En Halldór Ásgrímsson er hér enn. Og nú er spurningin, er hann nógu stór til að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar? Colin Powell var það, en sennilega hvorki Halldór né Davíð,? sagði Steingrímur.

Steingrímur gagnrýndi forsætisráðherra fyrir að hafa ekki í ræðu sinni vikið að uppsögnum í sjávarútvegi, erfiðleikum ferðaþjónustunnar, gjaldþroti slippstöðvarinnar á Akureyri og erfiðleikum skipaiðnaðarins.

?Staðreyndin er sú, góðir landsmenn, að við erum að upplifa af fullum þunga ruðningsáhrif stóriðjustefnunnar sem eru að ýta öðru atvinnulífi úr vegi. Við upplifum það í gegnum uppsagnir og störf sem eru að flytjast úr landi,? sagði Steingrímur og bætti því við að ekkert benti til þess að ríkisstjórnin ætlaði að axla ábyrgð á efnahagsmálunum.

Steingrímur varaði einnig sterklega við frekari stóriðjuframkvæmdum á landinu, sem hann sagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafa í hyggju að ráðast í.

Steingrímur spurði hvers vegna forsætisráðherra hafi ekki í ræðu sinni vikið að nýlegum vaxtahækkunum Seðlabankans. ?Það hefur stundum mátt skilja forsætisráðherra þannig, að Seðlabankinn væri vandamálið. Það heitir nú að skjóta sendiboðann, boðbera hinna válegu tíðinda. Þó væri kannski betri samlíking hér að segja að ríkisstjórnin vilji kenna slökkviliðinu um eldsvoðann. Ríkisstjórnin fer fyrst um og kveikir í hagkerfinu með stóriðjustefnu sinni, skattalækkunum, mistökum sem gerð hafa verið á fasteignamarkaði og með því að ýta undir þenslu. Dansar svo í kringum eldana. Þegar Seðlabankinn kemur svo og reynir að slökkva í þá er honum kennt um brunann,? sagði Steingrímur.

?Framsóknarflokkurinn mun aldrei viðurkenna að það sé neitt að stóriðjustefnunni. Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei viðurkenna að það sé ekki alltaf rétt að lækka skatta. Hversu heimskulegt sem það er í hagstjórnarlegu tilliti,? sagði Steingrímur að lokum

2 Comments:

At 5. október 2005 kl. 15:32, Anonymous Nafnlaus said...

Já hann Dóri lætur ekki einhvern grasbít vaða yfir sig.

 
At 5. október 2005 kl. 15:35, Anonymous Nafnlaus said...

http://medaljon.blogspot.com/

 

Skrifa ummæli

<< Home