eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Hér er króna um evru frá líru til engrar krónu

þriðjudagur, október 18, 2005

Hér er króna um evru frá líru til engrar krónu


Það er eitthvað með krónur sem lætur mér finnast ég vera fátæk. Alveg sama hvort það eru íslenskar eða sænskar eða danskar ( hef enn ekki kynnst þeim norsku en hef sterkan grun um að þær séu ekki frábrugnar. Í hvert skipti sem ég kem heim til Ísland þá finnst mér eins og peningarnir fljúgi frá mér. Sérstaklega ef eg fer í hraðbanka og tek út, eins og maður taki minna eftir því þegar að maður straujar bara kortin. Það sama er að segja hér í Danmörku, mér finnst alveg sama hversu oft ég fer í hraðbanka ( hérna nefnilega vilja þeir yfirleitt ekki íslensk kort í matvörubúðum osfrv ) ég á aldrei neinn pening eftir!! Hins vegar fannst mér þetta öðruvísi úti á 'Italíu, með evrurnar að ég tali nu ekki um þegar að líran var og hét. Þá fannst mér ég nú vera alveg sérstaklega rík, enda var allt þá í milljónum líra. Ég fékk 2 milljónir í námslán á mánuði og fannst ég vera í orðsins fyllstu merkingu milljónamæringur. Þetta minnkaði aðeins með evrunni en alltaf finnst mér ég vera fátækust í krónum talið, þær hreinlega bara týnast úr veskinu hjá mér!! Ákvað að deila þessum vangaveltum með ykkur ásamt einni mynd sem ég smellti af í fyrradag í labbitúr niðri í Christianshavn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home