eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Það gengur

fimmtudagur, október 13, 2005

Það gengur

allt svo vel fyrir sig hérna í Danmörku að ég hef eiginlega ekkert til að blogga um lengur. Ætti kannski bara að jarða þessa síðu enda sýnist mér heldur enginn skoða hana lengur, allavegana hafa menn ekki mikið til málanna að leggja. Ég fór að skrá mig inn í landið og það gekk svona líka glimrandi þegar ég rataði loksins á götuna eftir að spyrja mér til vegar á kaffihúsi rétt hjá Ráðhústorginu sem by the way, kunnu ekki að búa til gott kaffi, en sú er því miður raunin með alltof mörg kaffihús hér í bæ. En það var svosem allt í lagi því að þær voru mjög almennilegar og fylgdu mér hér um bil að gatnamótunum þar sem að ég fann svo folkeregisteret. Þar fékk ég eyðublað og áður en ég gat fyllt það út þá bara var búið að kalla númerið mitt enda einhverjir 20 svona hálfgerðir gjaldkerar að vinna þarna...ég minnist þess fornum daga þegar ég fór í þessa sömu mission í Catania. Þá löbbuðum við hvern ganginn á fætur öðrum til að finna einhvern gamlan kall sem átti að skrá mig inn í landið. Hann var falinn innan um staflana alla af himinn háum skruddum inn á einhverri þeirri skítugustu og draslaralegustu skrifstofu sem ég hef á ævi minni séð. Þegar sá merkismaður var fundinn þá upphófst mikið bras við að stafa nafnið mitt og finna út hvar Ísland væri á landakortinu. Hann hafði aldrei áður litið íslending augum þannig að þetta var landkynning mikil. Allt fór þetta fram skriflegt í einhverja hina svakalegustu bók sem greinilega innihélt mikið af merkilegum upplýsingum, mínum og allra hinna útlendinganna sem að heimsótt hafa Catania til lengri tíma litið. Þessi heimsókn hafði hinsvegar lítið upp á sig því að ekki var nóg að koma við á einum stað til að skrá sig inn í landið sunnan um höf. Eftir að búið var að handskrá mig inn í kerfið þá átti eftir að fara niður á lögreglustöð þar sem að beðið var í marga klukkutima eftir ekki neinu með hinum Nígeríubúunum eða þangað til að röðin kom að mér svo hægt væri að segja mér að ég gæti farið heim og fundið einhver ný skírteini til að koma með næst. Svona gekk það í rúma 3 mánuði eða þar til að löggan bankaðai upp á heima hjá foreldrum Giovanni og ég var í vinnunni og þeir ákváðu að henda umsókninnni minni í ruslið. Þá fékk ég brjálæðiskast og ruddist niður á stöð og sagði lögreglumanninum að stinga umsókninnni minni upp í rassgatið á sér, og hann hefur líklega bara gert það því ég heyrði ekki frá þeim meir.. Já þið munið eftir þessu öll er það ekki? Um hvað hefði ég eiginlega að tala ef ég hefði ekki farið til Ítalíu??

En já ég fæ svo bara kennitölu og landvistarleyfi og lækni held ég líka send í pósti til min eftir nokkra daga frá danska ríkinu. Ég bíð bara róleg eftir því.

Var að horfa á Bachelorinn. Mikið svakalega er gaman að horfa á svona þegar maður þekkir fólk. Steini tekur sig bara ljómandi vel út í sjónvarpinu. Ég get bara ekki beðið eftir því að sjá Írisi og fjölskyldu á skjánum þegar hann fer að kynna stelpurnar fyrir upprunanum!! Já það verður alger snilld!! Hilda greyið datt hins vegar út. Mér fannst það svolítið leiðinlegt. Hilda mín ef þú lest þetta, þá stoðstu þig hins vegar með prýði og ég skal láta Steina vita af því hvers hann er að fara á mis, ´ætli hann hafi ekki tekið eftir því hvað við erum líkar eins og ítalarnir? Héldu alltaf að við værum systur... þarf að ræða þetta við drenginn!!

en jæja draumur í dós og þetta kemur allt saman í ljós, smá rím svona á fimmtudagskvöldi...

2 Comments:

At 14. október 2005 kl. 15:09, Anonymous Nafnlaus said...

nei nei ekki hætta að skrifa við lesum hanna af fullri alvöru og skemtum okkur vel

 
At 17. október 2005 kl. 19:56, Anonymous Nafnlaus said...

jú ég les sko en commenta bara í neyð...
Anna

 

Skrifa ummæli

<< Home