eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Gerðum okkur ferð til Palermo á laugardaginn seinasta. Það átti að vera hálfgerð verslunarferð en endaði með því að við keyptum okkur ekki neitt. Settumst á bar í miðbænum og fengum okkur bjór og eitthvað smá að borða og viti menn haldiði ekki bara að það hafi verið íslendingar á næsta borði við okkur, á stuttermabolum og stuttbuxum á meðan allir hinir voru í síðbuxum og í jökkum sumir meira að segja í dúnúlpum. Vöktu þeir því töluverða athygli því að þrátt fyrir ca 22 stiga hita þá lætur vorið lítið á sér kræla á sikileyskan mælikvarða...man ég eftir því að yfirleitt um þetta leyti þá hafi maður nú verið byrjaður að fara á ströndina en sú er ekki raunin í ár. Þegar við svo stóðum upp þá heilsaði ég upp á strákana og sögðust þeir vera í árshátíðarferð með Toyota.

Á heimleiðinni seinna um kvöldið ákváðum við að stoppa og fá okkur að borða rétt hjá Enna sem er þorp hérna í miðjunni á Sikiley og fengum við svo ótrulega góðan mat að ég ætlaði aldrei að geta hætt að borða. Fyrst voru það forréttirnir sem voru á hlaðborði og gat maður gengið í þá að vild og var valið á milli einhverra 30 smárétta hver öðrum betri...og þá var maður eiginlega bara orðinn saddur en synd og skömm hefði verið að hætta þar við búið þannig að við skelltum okkur í aðalréttinn sem var risastór nautasteik, svo stór að það þurfti framlengingu á diskinn minn til að koma henni allri fyrir... ég læt það fylgja með að ég gat ekki klárað.. en allavegana þessu öllu skolað niður með dýrindis rauðvíni, ekki slæmur endir á ágætis degi.

Á mánudaginn hins vegar hélt átið áfram þar sem að það var frídagur hér á Ítaliu, einn af mörgum. Við fórum upp í sveit í góðra vina hópi eftir 2 tíma stopp í umferðarflækju sem myndast þegar ein milljón manns reynir að troðast allir í einu útúr borginni, þá komust við loksins upp á sveitaveginn og eftir það gekk allt snuðrulaust fyrir sig þí að Giovanni hafi tekið móðursýkiskast í 2 mínutur því hann hélt að hann væri týndur, en það reddaðist þar sem að ég sagði honum til og auðvitað komumst við á leiðarenda... Staðurinn
Roccadia ( klikkið á nafnið ) er lengst útí sveit og þarna er hægt að skoða allskonar kynjaskepnur og fara á hestbak ef maður hefur áhuga á því ( svona túristaferðir þar se maður er á fetinu allan tímann )ég fór ekki þar sem að allir sem voru með okkur höfðu aldrei farið á hestbak áður og því ákvað ég að sleppa þessu gylliboði... það besta við þennan stað fyrir utan rólegheitin er án efa matseldin. Það var borinn í okkur matur og vín í 3 tíma og skemmtum við okkur konunglega undir borðum enda rauðvínið bruggað á staðnum og því nóg til af því. Þessi ferlegheit kostuðu 30 evrur á mann, 10 evrur á tímann heheheh... eftir allt átið fórum við svo í fótbolta þar sem að undirskrifuð stóð sig eins og hetja og hrundi meðal annars ofan í skurð en sem betur fer er lítið um vatn í Sikileyskum sveitum þannig að það fór betur en ef ég hefði dottið ofan í skurð úti í Hlíð...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home