eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Sól og sumar

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Sól og sumar

Flott hjá mér að kvarta yfir veðrinu í gær, vaknaði í morgun og komin þessi líka eina og sanna rjómablíða sem maður á að venjast hér, nú er ég alveg viss um að sumarið sé komið, maður finnur það svona í loftinu, hitastigið er að hækka jafnt og þétt og loftið verður svolítið kæfandi, en ég er bara ánægð með það... feels like abroad.. Svo ég snaraði mér bara fram úr hringdi í Angelique frönsku vinkonu mína og tölti svo í pilsi og stuttermabol að hitta hana þar sem hún var stödd hérna upp í nunnuklaustri fyrir ofan hjá mér að nota internetið. Ákváðum að kíkja á markaðinn og enduðum á að kaupa mörg kíló af grænemti og ávöxtum og fórum svo heim til hennar og bjuggum til 2 sallöt, eitt grænmetissalat og svo ávaxtasalat í eftirmat. Þegar ég labbaði heim virtist mér miðbærinn vera enn fallegri en venjulega, enda var ég akkurat á siesta tímanum og því bara götusóparar og örfáir túristar á röltinu. Búið að gera upp eina kirkjuna sem hefur verið undir grænu teppi síðan ég kom hingað í fyrsta skiptið og alveg ótrulegt hvað hún gerir leiðina heim til mín miklu fallegri eftir að hún kom undan teppinu.. jájá gleðileg sumar a tutti!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home