eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Ótrúlegt helvíti, nú er ég pirruð. Fór í gær og pantaði mér tíma í klippingu. Mér var sagt að mæta klukkan 10 daginn eftir, það er í morgun. Þegar ég mætti í morgun í klippinguna í svona líka góðu skapi alveg viss um það að ekkert gæti komið mér í vont skap í dag. Klukkan ellefu var ég enn í sólskinsskapi þó svo að enn væri ekki búið að kalla á mig, staðráðin í því að láta þessa ítali ekki hafa áhrif á mig með því að vera aldrei á réttum tíma með neitt og skipulagsleysið ávallt númer eitt. Klukkan tólf þá var nú brosið aðeins farið að dala enda búin að skoða öll blöðin í blaðastandinum. Enn líður tíminn og þrír tíma líða og þá loksins er kallað á mig og ég látin setjast niður þarna fyrir innan fyrir framan spegilinn. Það þýðir samt sem áður ekki að það sé neitt byrjað að gera... klukkan hálf tvö þá byrjar kellingin að gutla eitthvað í hausnum á mér og við ákveðum hvað eigi að gera... til að gera langa sögu stutta þá kom ég út af hárgreiðslustofunni fyrir hálftíma síðan og nú er klukkan 16.30 þannig að ég var ekki nema rúma 5 tíma inni á stofunni!!! 5 tíma!!! Er það ekki bara næstum heill vinnudagur?? Ekki það að ég hefði haft neitt brjálæðislea mikið að gera í dag en ef ég hefði haft eitthvað mikilvægt að gera? Ég endaði nátturlega á því að hálfrífast við eigandann bæði vegna þess að þegar ég sá á mér hausinn þá eiginlega hálfbrá mér þar sem að strípurnar höfðu verið gerðar þannig að ég lít eiginlega út fyrir að vera með meiri rót en þegar ég kom inn á stofuna og það finnst mér ekki kúl sérstaklega þegar maður er buinn að eyða 5 tímum þar inni... fólkið sem vann á stofunni var nátturlega ekki sammála mér og fannst hárið á mér voðalega fínt og það minnti mig á svaðilfarir mínar í Róm þegar ég rölti út af hárgreiðslustofunni með bleikt hár og fólkinu þar fannst nu ekkert að því þar sem að ég var með svo falleg augu!!!!!! Get svo svarið fyrir það...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home