Allt í rólegheitunum í DK
Það er nú bara hér um bil sumarveður hérna í DK. Allavega miðað við veðrið á Íslandi. Hérna er hitastigið vel yfir 10 stigum og fellur lítið á kvöldin. Ég fór út í morgun berfætt ( í skóm samt ) og í skyrtu. Aldeilis fínheit þó mér finnist frostið og snjórinn líka skemmtilegur.Hvað á maður annars að gefa kaffihúsi langan sjéns þar til að maður hættir að versla við það? Þau eru enn ekki komin með lok á to go kaffidallanna... jesús minn. Ég fer að skammast mín fyrir að stela alltaf lokum í 7-11. En já ég þarf að fara að finna mér annað kaffihús hérna úti á Amager. Í morgun setti hún líka kaffið mitt í glas, þó ég hefði beðið um það til at tage med og hafi aldrei sest niður til að drekka kaffi á þessu kaffihúsi... svo skutlaði hún því bara yfir í plastglas nammi namm... Cafe d'oro engan veginn að standa sig.
Og já Bryndís... TIL HAMINGJU með að vera orðin meistari *öfund* vá hvað það hlýtur að vera gott að vera bara BÚIN ha?
P.s á leiðinni á kaffihúsið kom einhver strákur hlaupandi á móti mér. Honum var svo mikið niðri fyrir að ég hélt að hann væri að missa af einhverju þar til að hann bað mig um að gefa sér 5 eða10 kall. Ég leit á hann og spurði hvað hann þyrfti með það. Nú ég þarf bara eitthvað aðeins að mixa segir hann og horfir á mig biðjandi. Þannig að ég náttúrlega fer í veskið og gef strák greyinu sem mér sýndist þó ekkert grey ( á svipuðum aldri og ég og ágætlega klæddur ) einn gullpening. Hann var voða ánægður og þakkaði fyrir sig og labbaði í burtu... Hmmm
2 Comments:
Það er það sem ég segi Birna mín, þú sogar að þér weird náunga og weird uppákomur! Ég minnist enn mannsins í strætó... kræst!
Já þetta er alveg merkilegt!
Skrifa ummæli
<< Home