eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Hugleiðingar

föstudagur, nóvember 03, 2006

Hugleiðingar

Það brennur ýmislegt á mér þessa dagana.

Það á að setja konu í staðinn fyrir kall í íslenskum gönguljósum. Mér er svo sem alveg sama um það. Ég get allt eins farið yfir á grænni kellingu eins og á grænum kalli. Alveg merkilegt hvað stjórnmálamönnum gengur alltaf vel að slá ryki í augu fólks þegar vandinn er allt annar en jafnrétti kynjanna á göngubrautarljósum. Það er soldið eins og að eyða milljónum í að setja upp mengunarbúnað í verksmiðjum og henda svo því sem að kemur í mengunarbúnaðinn við hliðina á verksmiðjunni ( Real example sjá Fagpakke ritgerðina mína ).

Kate Moss er búin að vera mikið í fréttunum seinasta árið enda búin að vera tekin þó nokkuð oft með kókaín og annað krítiskt stöff í fórum sínum plús það að vera með átröskun og anorexíu í bland. Hún hefur aldrei verið vinsælli í auglýsingabransanum en núna. Nýbúin að skrifa upp á 14 nýja auglýsingasamninga við hin og þessi fyrirtæki.

Það er j-dagur í dag. Þá kemur jólabjórinn frá Tuborg með prompi og pragt. Ég fór reyndar ekki í bæinn heldur sit ég heima og pæli í hvernig ég ætla að skipuleggja námið næsta mánuðinn enda fer að styttast í að önnin fari að vera búin. Ég keypti þó fakta jólabjór sem kemur víst úr Kongens Bryghus. Hann er ekkert sérstaklega góður, svona eins og jólaöl með alkóhóli í. En ég keypti mér samt nokkra svona til að vera aðeins inn í stemmingunni. Annars finnst mér seinustu jól bara vera nýbúin.. Kannast fleiri við það?

1 Comments:

At 5. nóvember 2006 kl. 18:35, Blogger B said...

Mér finnst reyndar rosalega langt síðan jólin voru, ekki að ég sé orðin langeyg eftir þeim, var einmitt að pæla í þessu mjög nýlega...
...þarf líklega ýmsar breytingar í kringum mann svo tíminn renni ekki eins mikið saman.

En ég mun byrja jólin í Köben þetta árið;) það er orðið klappað og klárt.

 

Skrifa ummæli

<< Home