eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: La Camorra

þriðjudagur, október 31, 2006

La Camorra


En það er nafnið á Mafíunni í Napoli. Ein sú skæðasta á Ítalíu ásamt la Ndrangheta sem er sú Calabríska og svo náttúrlega Cosa Nostra sem er í Sikiley. Það eru miklar hreyfingar og illindi núna í La Camorra mafíunni. Í dag voru 3 morð framin sem gera 12 morð seinustu 10 daga eða 75 morð á árinu... bara í Napoli. Í gær var einn dritaður niður rétt hjá Piazza Plebiscito sem er í miðbæ Napolí og ég hef nokkrum sinnum þrammað um. Hann reyndi að forða sér inn á einn af mörgum kaffibörum sem þar eru staðsettir með þeim árangri að einhver Rúmeni sem var að drekka kaffið sitt í rólegheitum fékk eina kúluna í fótinn. Ítalska ríkisstjórnin er að ákveða hvort að senda eigi 1300 hermenn til borgarinnar til að reyna að róa ástandið. Þess má þó geta fyrir þá sem eru dauðskelkaðir að lesa bloggið núna og á leiðinni suður eftir að átökin eiga sér eingöngu stað innan mafíunnar en öll eiga fórnarlömbin það sameiginlegt að vera nýsloppnir úr fangelsi, á skilorði eða bara hreinlega eru mafíósar sem verið er að hefna fyrir ( nema Rúmeninn náttúrlega, hann var bara að flækjast fyrir ).
Annars er það helst að frétta úr Ekstra Blaðinu í dag að þeir gera grín af Jóni Ásgeir og segja að hann hafi verið í mörg ár að byggja upp ímynd sína sem síðhærður playboy en núna eigi hann yfir höfði sér fangelsisvist. Svo er talað um Björgúlf og hann þarna Pálma í Hagkaupum sem á að hafa svarað þeim fréttamönnum Ekstra Blaðsins eitthvað illa og sagt að Danskir blaðamenn sé óréttlátir og illa upplýstir, auk þess sem að hann á að hafa sagt að á Íslandi þyrfti ekki að gera upp tekjur eða annað tengt sköttum nema menn vildu það sjálfir.

Jáhá... þið segið það allt saman

2 Comments:

At 2. nóvember 2006 kl. 00:14, Blogger B said...

Maður á klárlega ekkert að vera sitja á kaffihúsi og flækjast fyrir mafíunni, hvað var maðurinn að hugsa?

 
At 2. nóvember 2006 kl. 10:18, Blogger Picciotta said...

Segi það!! Maður á bara að halda sig heima hjá sér!

 

Skrifa ummæli

<< Home