Af roki og öðru áhugaverðu
Jebb, það er bara hér um bil óveður í Danaveldi í dag. Örugglega alveg 20 metrar á sekúndu þó að enginn viti hvað það er mikið og bara frekar hryssingslegt veður skal ég segja ykkur. Það er þó ekki kalt. Alveg ennþá pils og kragabolur. Ekkert jakkaveður enda alveg um og yfir 15 stiga hiti. En það er rok og allt lauslegt á Öresundskolleginu löngu fokið út í rassgat eða til Svíþjóðar. Ég er bara á fullu í skýrslu og ritgerðavinnu. Nú fer lítið að verða eftir af árinu. Ég er búin með eina skýrsluna. Það er umhverfislegt mat á aðstæðunum í Ikamut þorpinu á Grænlandi. Skila henni núna á mánudaginn. Svo er flugösku skýrslan að klárast, ætla helst að vera búin með hana núna um helgina. Eftir það get ég þá tileinkað stærðfræðinni og lokaverkefninu tíma mínum. Ég setti mér það að markmiði að klára lokaverkefnið þann 10 des. Veit samt ekki hvort að það náist hjá mér. Var búin að hugsa mér að verja ritgerðina fyrir jól. Það kannski hefst ekki stærðfræðarinnar vegna þannig að kannski er bara best að gera þetta í janúar. Sjáum til.
Pillan ( Pernille ) bað mig í dag um að taka þátt í kynningu á Artek deildinni ( heimskautadeildin þar sem ég er að vinna verkefnin mín í ). Henni finnst ég greinilega vera svona gott heimskautaandlit. Eflaust mun ég draga að mér marga nýja nördalega stúdenta í deildina. Hef enga trú á öðru með minni óaðfinnanlegu dönsku og persónutöfrunum þá verður deildin mjög sennilega að vísa æstum múgnum frá á komandi árum! Ég á að standa í einhverjum svona bás frá klukkan 13 til 18 á fimmtudaginn þannig að ef þið hafið áhuga á að koma og heimsækja mig þá er þetta í deild 204! Ég fæ svo 400 króna inneign í bókabúðinni fyrir greiðann! Eg get þá farið og keypt mér einhverja skemmtilega stærðfræðibók fyrir allt erfiðið. Get ekki beðið. Þetta verður frábært!
Best að halda áfram í skriftunum. Þetta gerist víst ekki að sjálfu sér eins og maðurinn sagði.
Pillan ( Pernille ) bað mig í dag um að taka þátt í kynningu á Artek deildinni ( heimskautadeildin þar sem ég er að vinna verkefnin mín í ). Henni finnst ég greinilega vera svona gott heimskautaandlit. Eflaust mun ég draga að mér marga nýja nördalega stúdenta í deildina. Hef enga trú á öðru með minni óaðfinnanlegu dönsku og persónutöfrunum þá verður deildin mjög sennilega að vísa æstum múgnum frá á komandi árum! Ég á að standa í einhverjum svona bás frá klukkan 13 til 18 á fimmtudaginn þannig að ef þið hafið áhuga á að koma og heimsækja mig þá er þetta í deild 204! Ég fæ svo 400 króna inneign í bókabúðinni fyrir greiðann! Eg get þá farið og keypt mér einhverja skemmtilega stærðfræðibók fyrir allt erfiðið. Get ekki beðið. Þetta verður frábært!
Best að halda áfram í skriftunum. Þetta gerist víst ekki að sjálfu sér eins og maðurinn sagði.
4 Comments:
Þetta er frábært, vá hvað ég ætla að skrifa niður laaaangan lista af spurningum og koma með upp í skóla til þín á fimmtudaginn :) Nei, svona án gríns, þetta mun án efa ganga vel hjá þér og ég ætla hreint ekkert að hrella þig.
Annars gætirðu líka keypt þér einhverja skemmtilega forritunarbók fyrir peninginn, jafnvel tvær! Pældu í því! Jólunum bara bjargað!
Heheh já kannski Matlab Pro 2006.. það gæti nú verið skemmtileg lesning á Aðfangadagskvöld.. og ef ég á pening afgangs þá get ég kannski splæst í Maple bókina sem ég keypti aldrei í fyrra! Ég er svo glöð :)
Hvernig væri að selja einhverjum nördanum úttektina? Gætir slegið tvær flugur í einu höggi þar ha :)
Góð hugmynd! Þessi úttekt myndi náttúrulega rjúka út á "kaffihúsinu" í byggingu 308, þar sem karlpeningurinn gengur um í leðurvestum og of stuttum gallabuxum og túpusokkum og er með frotte-teygjur í síðu hárinu!
Skrifa ummæli
<< Home