EIN ZWEI POLIZEI
Ég er hundelt af danskri lögreglu. Var að hjóla heim úr skólanum eftir 16 tíma törn á rannsóknarstofunni þegar að lögreglubíll rennir sér upp að mér. Ég hélt náttúrlega að þetta væru einhverjar sýruofskynjanir eftir daginn og það varð enn áþreifanlegra þegar að lögreglugaurinn hóf upp raust sína á dönsku hrognamáli. Man skal ha' et lys pa sit cykel!!! Og ég svaraði ha já jeg tror jeg har et lys og benti á ljósið sem ég keypti og hefur aldrei virkað. Setti svo upp undrunarsvip þegar ég "uppgötvaði" að það var ekkert ljós og sagði noh, jeg er bare ude af batterier... Nu joh segir Löggan, godt nok, og keyrir í burtu. Ég held áfram að hjóla ánægð með hvað danska löggan er róleg yfir smámunum. Tek samt eftir að þeir eru ekkert að flýta sér og keyra alltaf við hliðina á mér. Eftir svona ca 10 min rekur löggumaðurinn hausinn út aftur... man kan ikke cykle hvis man ikke har et lys pa sit cykel.... ég bara ha nú... Nej man skal trække sit cykel hvis man ikke har et lys ( orðinn frekar pirraður )... TRÆKKE? Ég klóra mér í hausnum og spyr hvernig maður eigi að trekkja sit cykel. Hann horfir á mig MJÖG pirraður og segir MAN SKAL GA MED SIT CYKEL HVIS MAN IKKE HAR ET LYS. AAsssoooo, segi ég til að telja honum trú um að ég sé þýsk því mér fannst á þessum tímapunkti mun fýsilegra að vera þjóðverji en íslendingur. Frábært!! Og ég á leiðinni út á Amager. Segi honum það í óspurðum fréttum en honum er ekki skemmt þannig að ég byrja að leiða eða trekkja hjólið eins og þeir segja hérna. Svindlaði samt smá á leiðinni en labbaði mest því ég var svo vitlaus að segja þeim hvert ég væri að fara og var því með ofsóknarbrjálæði alla leiðina heim og þorði lítið sem ekkert að hjóla. Er ekki orðin nógu góð að rífast ennþá á dönsku nefnilega... annars hefðí ég sko hjólað.... eða ekki kannski..
3 Comments:
Ehemm... ég ætla bara að benda þér á að það er einhver villa hérna á bloggsíðunni þinni; það stendur sko fimmtudagur fyrir ofan þessa færslu en það er eiginlega þriðjudagur, "kæra vinkona" eins og ég tók til orða í gær :)
Have fun í matlab í dag. Alltaf næs að koma sér í helgarstuð með örlítilli forritun, ha?
Síjú á mánudaginn!
hehehe :) já einmitt!! Ég vona að þu komir þá á mánudaginn en ekki á föstudaginn eins og þú ætlaðir þér :)
hehe sé þetta í anda. Sæi þetta í anda hér á Íslandi sem maður sér varla löggur á götunum:)
Skrifa ummæli
<< Home