eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Ísland, bezt í heimi?

föstudagur, nóvember 24, 2006

Ísland, bezt í heimi?

Mér finnst alveg glatað að þurfa að vera að læra stærðfræði allan daginn þegar ég hef nóg annað að gera. Bs ritgerðin mín til dæmis situr á hakanum núna því að allir dagar fara í það hjá mér að reyna að skilja x diffrað með tilliti til x og y diffrað með tilliti til x eða y, reikna út einhverja keilufleti og Taylor formúlur. Mér finnst heimurinn miklu bættari með því að ég haldi áfram að spekúlera í flugöskunni og hvernig er best að ná eitrinu úr henni. Svo er ég að vinna í stórskemmtilegu verkefni núna sem felur í sér samvinnu á milli Artek deildarinnar í DTU og HÍ. Er búin að koma mér í samband við einn góðan prófessor heima á Íslandinu og við sjáum fram á skemmtilegt samstarf í heimskautaumhverfismálum í framtíðinni. Mjög spennandi bara. Nú er að fara í það að athuga hvað umhverfisstofnun og jafnvel umhverfisráðuneytið segir því ég hef áhuga á því að reyna að koma þeim á einhvern hátt inn í þetta samstarf enda munu allir græða á því. En þangað til þá er það línuleg algebra og annað skemmtilegt stöff.... arg

2 Comments:

At 25. nóvember 2006 kl. 21:49, Anonymous Nafnlaus said...

Jæja ég skal hjálpa þér með ritgerðina, það er ekkert mál sko!

 
At 27. nóvember 2006 kl. 14:31, Blogger Picciotta said...

Takk Helgi minn.. ég sendi þér tölur von bráðar um innihald Cd og Cu í flugöskunni og þú setur það kannski upp í excel fyrir mig

 

Skrifa ummæli

<< Home