eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Jesú og María Magdalena

föstudagur, maí 26, 2006

Jesú og María Magdalena

Já. Það var bíóferð í gær. Da Vinci Lykillinn. Færeyingar vita ekki af hverju þeir eru að missa með því að banna þessa mynd. Plebbar. Hverjum hefði dottið í hug að þeir væru svona trúaðir, þetta sker þarna langst út í Atlantshafi, næstum jafn mikil plebbaeyja og Ísland! Eiga enga nágranna nema hvorn annan og munu aldrei fá að keppa í Eurovision. En allavegana myndin kom skemmtilega á óvart. Ég bjóst ekki við að hún yrði svona góð en hún heldur manni spenntum allan tímann þó maður sé búinn að lesa bókina. Tom Hanks var alveg að standa sig sem prófessorinn og Jean Reno er nátturlega alltaf flottur. Franska sjellingin var líka allt í lagi og hann þarna breski gaur í albínóagervinu var alveg að meika það! Já ég er ekki frá því að það sé heilmikið til í þessari sögu bara.

Kúgun kvenna í gegnum aldirnar í flestum trúarbrögðum kemur mér einmitt mjög spánskt fyrir sjónir. Hvernig stendur á því að í kaþólskri trú þá megi konur ekki vera prestar eða aðrir trúarleiðtogar. Allir inn í Vatikaninu eru kallar, afhverju? Afhverju mega kaþólskir prestar ekki gifta sig og eiga að lifa skírlífi? Afhverju stendur í Biblíunni að það væri best að grýta Mariu Magdalenu af þvi að hun var bara drusla? Hvað var málið með nornaveiðarnar á 17 öld? Afhverju fékk mamma ekki að fara inn í dómkirkjuna í Feneyjum því að hún var á hlýrabol? Skapaði Guð fötin? Sást ekki í bert hold á Evu? Afhverju þurfti að taka niður skilti með fáklæddum konum í Póllandi þegar páfinn kom þangað í heimsókn í gær? Hverskonar minnimáttarkennd hefur kirkjan eiginlega ganvart konum? Ætli launamismunur kvenna og það að þær fengu ekki kosningarrétt nema fyrir stuttu síðan sé ekki bein afleiðing af þessari minnimáttarkennd? Hnusss. Og já afhverju þurfa konur að vaska upp og þvo þvott og gera allt það leiðinlega? Uppþvottavél og karlkyns aupair á mitt heimili takk, þá er allavegana búið að útrýma smá af misréttinu í gegnum aldirnar. Amen

4 Comments:

At 26. maí 2006 kl. 19:35, Blogger Ragnhildur said...

Heyr heyr!

 
At 29. maí 2006 kl. 12:17, Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gaman að lesa þínar pælingar!
Ekki svo vitlaus sjáðu til ;)
Hamraðu svo bara restina af þessum prófum!!!
Knús Agnes

 
At 29. maí 2006 kl. 14:58, Anonymous Nafnlaus said...

hehe.. henni var líka bannað að fara inn í dómkirkjuna í Milano.. haha mamma komin á svartalistann;)

 
At 29. maí 2006 kl. 17:16, Blogger Picciotta said...

Takk fyrir það Agnes gaman að sjá þig hérna inni :)

Knúsí knús

 

Skrifa ummæli

<< Home