Kárahnjúkar og fleira til að skammast sín yfir
Las grein um daginn á mbl.is þar sem að íslendingar monta sig af því að vera minnst spilltasta landið í heiminum. Við trónum víst á toppnum á einhverri könnun þar sem gerð er úttekt á spillingu í hinum ýmsu löndum, og fáum mjög góða dóma ásamt restinni af hinum skandinavísku löndum.Könnunin hefur mjög sennilega átt sér stað áður en Kárahnjúka verkefninu var hrundið af stað. Mér finnst alltaf jafn merkilegt að tala við útlendinga sem hafa áhuga á Íslandi og því sem er að gerast þar. Held að íslendingar haldi mikið að það hafi enginn áhuga á okkur og því sem sé að gerast heima en það er sko aldeilis ekki þannig. Ég er alltaf að hitta fólk sem spyr mig út í 'Island og eins fæ ég mikið af emailum í sambandi við greinarnar sem ég skrifaði í Gazzettino ítalska íslenska netblaðið. Nu seinast fékk ég email frá ítölskum umhverfisverkfræðing sem hefur mikinn áhuga á Íslandi og var einmitt staddur hér í Kaupmannahöfn í gær á leið sinni heim til Íslands. Hann var á leið í atvinnuviðtal hjá íslensku orkufyrirtæki þar sem að hann er löngu buinn ad fá nóg af ruglinu á Ítaliu þar sem að svik og prettir einkenna því miður mörg fyrirtæki. Hann komst til dæmis að því hjá seinasta orkufyrirtæki þar sem að hann vann að þar vantaði allan nauðsynlegan öryggisbunað sem buið var að veita fjármagn í að kaupa og búið að votta að væri til staðar en einhversstaðar í búrokraziunni þá tyndust þessir peningar ( einhver stakk þeim í vasann þá nátturlega ) og hann átti að þegja yfir öllu saman. Hann vildi það ekki og var því "látinn fara ". Hann var þvi á leið til Islands þar sem að fyrir honum þa stendur Island fyrir allt það sem er hreint og heiðarlegt, land þar sem að allir hafa sama rétt til vinnu og geta sagt skoðanir sínar án þess að vera hræddir um að missa vinnuna. Nýtískulegt land sem er samkeppnishæft og gerir sitt besta í að keppa við önnur lönd um að vera ætíð í farabroddi í sambandi við nýjungar í tækni og þjónustu. Vetnisverkefnið sem við íslendingar erum að vinna að vekur mikla eftirtekt allstaðar í heiminum allavegana á meðal vel upplýsts fólks og hef ég einmitt mikið verið spurð út í það við háskólana þar sem ég hef dvalist, bæði af nemendum og kennurum, ásamt Decode gagnagrunninn sem inniheldur upplysingar um gen allra íslendinga. Það eru mjög margir sem vita af þessum hlutum og þykir mjög virðingarvert.En því miður er önnur hlið á teningnum. Kárahnjúkar!! Það er eins með það góða, hið slæma og skömmustulega fréttist því miður líka. Ég hef ekki hitt eina einustu manneskju erlendis sem talar vel um þessa ákvörðun ?íslensku þjóðarinnar ? og ég segi ákvörðun íslensku þjóðarinnar blákalt þar sem að íslendingar í heild sinni lyftu ekki upp litla fingri til að reyna að koma í veg fyrir að sikileyska mafían héldi innreið sína til landsins og blómstri upp á hálendinu hjá okkur. Það er öllum greinilega alveg sama um það. Eins var það með ítalska verkfræðinginn sem ég hitti í gær. Hann vissi af Kárahnjúkaverkefninu og Alcoa álverinu. Hann vissi af dvöl Davíðs í Capri hjá Berlusconi. Hann veit hvernig Impregilo vinna. Það þarf ekki annað en að fletta þeim upp á netinu til að sjá allar kærurnar sem hafa verið höfðaðar á hendur þeirra. Það vita það allir sem vilja vita að þeir kaupa aðeins ódyrustu vörurnar á markaðnum til að vinna með, sprengiefnið sem þeir nota er sprengiefni sem er keypt einhversstaðar á útrunnum mörkuðum í Napoli og inniheldur ólöglegt magn af mengunarefnum. Það er vitað að þeir flytja inn mikið magn af fátæku fólki til að vinna hjá sér svo þeir geti borgað þeim eins litil laun og hægt er?. Þetta vita allir sem vilja vita eitthvað á annað borð, vandinn er bara að fólk VILL ekki vita og nennir ekki að gera neitt í málunum. Eg velti fyrir mér ef að Ísland væri ?alvöru? land með um 3 milljonir manna sem íbúatölu eða meir? Hvernig væri ástandið heima þá? Værum við nokkuð betri en aðrir? Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur og Austfirðingur þegar þessa umræðu ber á góma við útlendinga því ég vil að landið mitt sé eins og þeir haldi að það sé og voni að það sé? nytiskulegt hreint land sem er frumkvöðull í tæknilegum nýjungum, land sem getur verið öðrum fyrirmynd í leitinni að bættum heimi þar sem að hrein orka tekur við af oliu og fólk lifir við félagslegt öryggi. Kárahnjukahneykslið og Alcoa falla engan veginn undir þá skilgreiningu enda einkennast bæði tvö af spillingu og fáfræði og tuttugu ára úreltum hugmyndum um stóriðjuframkvæmdir sem eru löngu dottnar út úr vestrænni hátækni hugsun. Orkan okkar sem nota átti í hreina orku til að selja til útlanda er beinlinis gefin til norskrar álframleiðslu. Hvenær áttar fólk sig eiginlega á því hvað er að gerast og hversu ódyrt við erum að selja ímynd okkar á alþjóðlegum markaði?
2 Comments:
sammála.. SVO sammála...
Home Builders
alcoa siding Tips for building or remodeling your dream home.
Skrifa ummæli
<< Home