Ok ég er buin að ná þessu, þið ætlið semsagt að senda mig aleina til DK. Vitiði ekki hvað ég er áttavilt? Ég á aldrei eftir að finna húsið þar sem ég kem til með að búa í ef ég hætti mér útúr húsi!! ´Eg sé þetta alveg fyrir mér, Íslendingur fannst áttalaus í Kaupmannahöfn, ég ráfandi um göturnar, jafnvel komin í eitthvað annað þorp án þess að hafa áttað mig á því ( ég labba sko hratt og það er eingöngu pabba mínum að þakka þar sem að ég eyddi stórum hluta ævi minnar að elta hann út í fjárhús og aftur heim til baka og hann labbar SKO hratt).. og hei já svo fattaði ég þegar ég var í Kaupmannahöfn seinasta sumar að ég man voðalega lítið hvernig á að tala dönsku, gerði samt mitt besta til að gera mig skiljanlega en mér fannst nú frammistaða mín ekki vera upp á marga fiska.
En hei, ég get allavegana montað mig á því að ég mun verða nálægt mörgum öðrum löndum. Enga stund verið að skreppa yfir til Þyskalands, Englands,Sviþjóðar og svo frv, já þá eigiði nú eftir að verða abbó heh... En þetta er allt EF ég mun enda í Köben, hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér...best að ákveða ekki of langt fram í tímann.
fimmtudagur, apríl 14, 2005
Se sono fiori, fioriranno..
Previous Posts
- Heii mér leikur forvitni á að vita hver eða hverji...
- Mig langar til að vita hverjir ætla að koma með mé...
- Your Inner European is Italian!Passionate and colo...
- whoooa whoaaaa þið eigið ekki eftir að trúa þessu ...
- Er loksins orðin hitalaus, þó ég hafi nu ekki mælt...
- Hei fattaði í gær að ég var ekki búin að segja ykk...
- Það kann ekki góðri lukka að stýra að drekka nokkr...
- Held að kötturinn minn hann Kisínó sé dvergur dulb...
- Jæja þá er það staðfest,ég er orðin professoressa,...
- Skömmumst okkar
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home