eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Heilmikil matarveisla hér í gærkvöldi eins og við er að búast þegar Enza og Arianna eru annarsvegar. Ég vaknaði eldsnemma í gærmorgun til að fara með Enzu upp í skóla þar sem að hún átti að fara í próf og vildi fá andlegan stuðning plús far á motorinoinu mínu þar sem að hún nennti ekki að labba. Þannig að ég reif mig upp fyrir allar aldir til að fara með henni og haldiði ekki að loks þegar við komum á prófstaðinn þá gugni hún á öllu saman og svaraði ekki nafninu sínu þegar á hana var kallað, heldur horfðum við bara þöglar á 7 prófessora sem felldu 80 prósent af þeim sem þorðu að svara þegar á þá var kallað. Já það er svona þegar allir ætla sér að verða lögfræðingar.

Þannig að við ákvaðum bara að fara á markaðinn í staðinn fyrir að taka próf og það var líka miklu skemmtilegra, þó svo að mér finnist það súrt að prófa ekki einu sinni eftir 3 mánaða lestur og endurtekningar á einu fagi.. mahhh

Svo borðuðum við einhverjar heimatilbúnar pizzur heima hjá þeim systrum og ákvaðum í leiðinni að borða heima hjá mér um kvöldið, og svo varð úr,bruschette með pomodorini og mozzarella, spaghetti alle vongole og cozze al sugo í aðalrétt, heimatilbúið hvítvín ( ég fékk mér bara eitt glas og hélt mig svo bara við bjórinn )... og svo bakaði ég meira að segja vöfflur með nýja vöfflujárninu mínu sem Nína og Ivano gáfu mér í jólagjöf en það er alveg ótrúlegt hvað hlutirnir smakkast öðruvísi í útlöndum þó maður noti sömu uppskriftir og heima, kannski er hveitið öðruvísi?

Var að koma heim úr bólusetningu. Ítalarnir eru svo svalir að fjórar sprautur verða bara 2 allt bara sameinað, taugaveiki og mænusótt og lifrarbólga og alles og svo bara einhverjar töflur að borða og ég er tilbúin í Thailandsferð, fyrir utan þetta ferðamannastimpil sem ég þarf að fá þar sem að ég er íslendingur..... ahh það er annar höfuðverkur, ég læt mér bara nægja að vera ánægð yfir að bólusetningin var ekki meira mál en þetta... læknirinn vildi helst ekkert að við værum að fá þessar sprautur, segir að maður þurfi engar áhyggjur að hafa í Thailandi ef maður bara passar sig á því að vera ekkert að nudda sér upp við hænur og ekkert að vera heldur að borða mat sem að flugur gætu verið búnar að kúka í hehe það fanst mér nú anzi skondið. Við allavegana drifum okkur í því að fá okkur sprautur bæði tvö þannig að við ættum að vera til í slaginn!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home