eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

föstudagur, september 17, 2004

Heyrðum í lögfræðingnum í dag. Hann sagðist vera búinn að tala við helstu forsvarsmenn deildarinnar minnar í þessum blessaða háskóla og sögðust þeir allir kannast við mig og mín mál sem mér kemur nú ekki á óvart eftir tveggja ára viðurvist mína inni á skrifstofum þeirra, þó svo að það hefði nú verið alveg eftir þeim að þykjast ekkert um mig vita. Þetta sýnir sennilega vald þessa manns því að hann er flæktur inn í alla hugsanlega pólitík hér í Catania sem hugsast getur og aðallega þá einmitt í þá pólítík sem þið eruð að hugsa um akkúrat núna. Hann sagði mér að vandamálið væri það að þar sem að þessi blessaða deild hefur aldrei þurft að taka áður á móti útlendingum sem koma svona langt frá ( haha guð hjálpi þeim ef þeir myndu þurfa að taka á móti japönum eða áströlum ) þá hafi þeir barasta ekki vitað hvað þeir áttu að gera þegar þeir áttu að meta inn prófin mín og setja einkunnirnar yfir á ítalskt kerfi ( og þetta lið kallar sig vísindamenn ) og því hafi enginn viljað taka á sig ÁBYRGÐINA fyrir þessum gjörningum jáhá.... einhvern veginn þá lítur þetta út fyrir mér sem mjög léleg og hallærisleg afsökun fyrir því að vera latur og nenna ekki að vinna vinnuna sína og að þeim hafi brugðið heldur betur þegar þessi gæji hafi lallað inn á skrifstofuna til þeirra, gott á þá. Þetta er nú samt sem áður ekki búið þar sem að nú á að tala við enn einn manninn sem er samt sem áður yfirmaður deildarinnar minnar. Ekki veit ég hvað á að segja við hann, en ég verð vonandi látin vita, þrátt fyrir að ég sé aldrei alveg viss hvort að ég fái alla útgáfuna af því hvað sé um að vera.

Það er rigningarlegt en samt heitt. Veðurspáin segir að það eigi að kólna á næstunni, ég er eiginlega bara fegin, orðin leið á þessum hita. Er að fara á fótboltaleik og mun ekki halda með Catania bæ ðe vei...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home