WHERE IS THE PHOTO TAKEN?
Og sumir mega ekki svara! ( þessir sumir vita hverjir þeir eru )
Það er búið að springa einu sinni á nýja hjólinu. Fór með það í viðgerð og er búin að fá það aftur tilbaka. Það var íslenskur strákur sem vann á verkstæðinu þannig að ég þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir að tala dönsku. Annars er maður nú sleipur í kartöflumálinu og talar dönsku á hverjum degi við Pilluna sem er bossinn minn í lokaverkefninu.
Ég var að hugsa um það í morgun þegar ég geystist eftir götum Kaupmannahafnar hvort ég ætti ekki að mála fákinn? Nær ekki nokkurri átt að hafa hjólið svona svart. Á hvað lýst ykkur best? Rautt, bleikt eða blátt? Já eða jafnvel grænt svona í stíl við þjóðarsálina? Ha? Kannski ég brjóti upp lærdómsmunstrið með smá málningarferli um helgina. En fyrst er að ákveða litinn.
Og spurning dagsins og jafnvel vikunnar ( fer eftir hvað ég verð dugleg að blogga ) er: Hvar er þessi mynd tekin?
9 Comments:
BLEIKT. Minn fákur er allavega bleikur og það fer honum afskaplega vel, finn alltaf hjólið mitt um leið:D Játz mar, þarf að redda þessari pósu:/
Þetta er allavegana ekki tekið í Íran eða Afganistan og ekki á Egilsstöðum...
Já einmitt nína, um að gera að taka bara útilokunaraðferðina á þetta :)
Hmmm...þetta er bara alltof erfið spurning fyrir þá sem þekkja ekkert til í Köben...
..er e-r íslendingastaður í þessum húsum eða e-ð svoleis?
...pass
Hver segir að þetta sé í Köben?
Ég myndi mála fákinn annaðhvort rauðan eða fagurbláan;)
Myndin er tekin einhverstaðar fyrir utan Köben?!!
haan? eða kulusukk
Myndin er tekin í... hmmm.... Bergen?
Ég myndi mála hjólið pastelgrænt. Það er mitt boð...
Myndin er tekin hmmm Grænlandi flaug þarna yfir þann 28 sept sá þetta þá Mamma :)
Skrifa ummæli
<< Home