Daufir dagar
Það er gjörsamlega ekkert að gerast á þessari síðu hjá mér. Ástæðan er svo sem ekki mjög flókin en dagarnir eru bara búnir að vera einstaklega einsleitir upp á síðkastið. Tilraunin hjá mér mistókst og ég þurfti að byrja á henni upp á nýtt, ástæðan er mjög sennilega tungumálaörðugleikar. Ég sit flesta daga upp í Artísku deild á skrifstofu okkar Ragnhildar, þar sem við erum hvor í sínu horninu að skrifa ritgerðirnar okkar. Ég fæ annaðslagið að skella mér í sýrubúninginn og er það hápunktur dagsins því maður fær svona kjarnorkufíling einhvern í þessari múnderingu. Mér er ógeðslega illt í tönnunum því að endajaxlarnir eru að koma niður og það er allt
Annars er alveg rosalega mikið ekkert að frétta! Vil óska íslendingum til hamingju með að bandaríski herinn sé farinn af landinu, þó það sé nú tvískinnungsháttur því að þeir munu sjá samt sem áður um varnarmál okkar í framtíðinni. Buhuuuu
Lúlli laukur biður að heilsa í bili
2 Comments:
Sýnist þessi bangsakrúsilíus á myndinni kæta Birnu litlu:)
Ef bangsakrúsilíusinn heitir ekkert nú þegar, þá vil ég nefna hann matematikus lukkelius!
Nafnið hefur farið fyrir nafnanefnd og er hér með staðfest. Krúsilíus Matematikus Lukkelius!
Skrifa ummæli
<< Home