eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Gamalt og nýtt

þriðjudagur, október 03, 2006

Gamalt og nýtt

Ég ákvað á leið minni í skólann í morgun að fara nýja leið sem ég hélt að myndi kannski stytta ferð mína til DTU. Nýja leiðin leit mjög vel út til að byrja með en eftir smá stund áttaði ég mig á því að ég vissi ekkert hvar ég var. Ég hélt samt áfram að hjóla bara og eftir svolítinn tíma áttaði ég mig á því hvar ég var og fann leiðina í skólann. Ég sá alveg nýja hlið á Kaupmannahöfn með því að fara nýju leiðina en var samt sem áður aðeins lengur því að ég týndist aðeins. Ég fór þá að velta fyrir mér hvort ég ætti að prófa að fara nýju leiðina aftur á morgun og athuga hvort ég finni styttri leið á henni eða fara bara gömlu leiðina sem er örugg, ég kann og veit hversu langan tíma tekur, þó ég sé búin að fá smá leið á henni.... ?

5 Comments:

At 3. október 2006 kl. 12:49, Anonymous Nafnlaus said...

Ég mæli með nýju leiðinni því það er svo spennandi að sjá eitthvað nýtt og ferskt:) Þú hringir svo bara í Mr. Ratvís ef þú týnist!!

 
At 3. október 2006 kl. 15:10, Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst að þú eigir að prófa nýju leiðina, Þér finnst líka svo gaman að prófa eitthvað nýtt í lífinu er það ekki :):) Guffi

 
At 3. október 2006 kl. 20:54, Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst að þú ættir að fara á www.krak.dk og láta krak finna styðstu leiðina fyrir þig ;) kv. Kristín

 
At 3. október 2006 kl. 22:10, Blogger Picciotta said...

Heheh góður Kristín!!!

 
At 9. október 2006 kl. 00:36, Anonymous Nafnlaus said...

Ertu lifandi Birna;( eða ertu tynd;(
féll tréð á þig;( hvar ertu;) mamma;(,,,,)

 

Skrifa ummæli

<< Home