eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: Ég

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Ég

kom heim í dag og fann blómavönd fyrir utan hurðina hjá mér... vill svo skemmtilega til að ég var nýbúin að kaupa blómapott og gat því sett þau þar ofan í og nú er blómalykt í íbúðinni minni! Ég fékk líka póst í póstkassann. Ávísun frá Metro því ég sendi þeim kvörtun yfir sektinni sem ég fékk um daginn. Ég endaði nú á að borga sektina en þeir sendu mér bara ávísun með 500 dkr og því fékk ég eiginlega alla sektina endurborgaða. Þetta er nú alger snilld. Það er samt ekkert skemmtilegt að blogga í Danmörku, hlutirnir ganga alltof vel fyrir sig eitthvad, jú fyrir utan TNT ævintýrið náttúrlega. Þetta var miklu meira fjör á Ítalíunni.

en best að fara og læra eitthvað. Mikið að gera í skólanum og eykst með hverjum deginu. Adios.

2 Comments:

At 16. febrúar 2006 kl. 12:13, Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að fá blóm og tala nú ekki um peninga við úti dyrnar, óvæntur glaðningur

 
At 16. febrúar 2006 kl. 13:39, Anonymous Nafnlaus said...

djöfull hefurðu látið þessa dani heyra það..;)

 

Skrifa ummæli

<< Home