eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: HA!!

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

HA!!

Það er allt að verða vitlaust bara. Rak upp stór augu þegar í gær þegar ég datt inn á mbl.is. Þorsteinn Pálsson orðinn ritstjóri Fréttablaðsins! Ha!!? Hmm Þorsteinn Pálsson. Það hefði sennilega ekki verið hægt að finna flokksbundnari mann í starfið, já nema þá bara annað hvort Davíð eða Halldór vini hans en þeir eru sennilega og verða, of uppteknir við að finna upp á einhverju sniðugu sem að flokksbróðir þeirra getur svo skrifað um á fallegan hátt í Fréttablaðið. Gott að vita.

Svo er það Jyllands posten. Þeir hafa svolitið verið að teikna myndir af honum Allah eða Múhameð ( er það ekki sami maðurinn ? ). Tókst að móðga alla múhameðstrúaða menn á jarðkringlunni lítur út fyrir að vera. Ég er nú að verða svolítið þreytt á þessari vitleysu. Þetta er orðið hápólítiskt mál auðvitað og stefnir allt einhvern veginn ekki í rétta átt. Ég er voðalega mikið fyrir að virða skoðanir og trúarbrögð annarra og sérstaklega þeirra sem á einhvern hátt eru kúgaðir eða lúta í minni pokann fyrir vestrænum löndum, en allt þetta tilstand út af nokkrum myndum finnst mér nú vera full mikið af því góða sérstaklega þegar að vörubann og manndrápshotanir eiga sér einnig stað. Það þarf greinilega orðið lítið til að allt upp úr sjóði, sérstaklega eftir 9/11 og önnur hryðjuverk sem framin hafa verið og orðið íslam hefur komið fyrir í. Hvort sem það voru Múhameðstrúarmenn eða Bandaríkjamenn sjálfir sem stóðu fyrir því öllu saman til að láta peningahjólið mikla snúast, þá er eitt víst að ástandið er ekki gott þegar að hálfur heimurinn fer á hvolf vegna teiknimyndar í litlum dálki í blaði í Kongsins Köben

4 Comments:

At 3. febrúar 2006 kl. 09:23, Anonymous Nafnlaus said...

Held samt að fólki verði að passa sig að gera svona. Sérstaklega vegna þess hvað þetta er viðkvæmt mál. þar sem tjáningarfrelsið er ekkert og fátæktin mikil skipar trúin stóran sess í lífi fólks þá finnst mönnum þetta vera háalvarlegt mál. Við verðum náttlega að sína skilning á því.

 
At 3. febrúar 2006 kl. 09:33, Blogger Ragnhildur said...

Sammála þér Birna; þetta er einum of mikið!
Ég þarf að segja þér síðan hvað leiðbeinandinn minn sagði um Grænlandsferðina, hann hoppaði um af kæti þegar ég sagði honum að þú vildir gjarnan fara með :) Ég tala við þig um helgina, knuz og klem.

 
At 3. febrúar 2006 kl. 14:31, Blogger Picciotta said...

Já Kata gæti ekki verið meira sammála þér, en málið er bara að þetta snýst ekki lengur í kring um trú heldur pólítík, reiði og einhverskonar minnimáttarkennd gagnvart vestrænum löndum. Mér þykir ólíklegt að það sé kapituli í kóraninum sem leggur blessun sína yfir morðhótanir og annað ofbeldi gegn þeim sem dirfast að teikna Múhammeð..

Og Ragnhildur, við eigum náttúrlega Þorablótsmiða í Jónshúsi :) við getum kannski hist og sest svo á kaffihúsið fína frá um daginn eða eitthvað... verðum í bandi

 
At 3. febrúar 2006 kl. 23:22, Blogger Ragnhildur said...

Já, tjekkum á því :) Við Hjörtur vorum einmitt að pæla í því hvenær það væri hægt að sækja miðana :) Ég tala við þig á morgun. Knuzzzzz

 

Skrifa ummæli

<< Home