Jæja er búin að vera að dreifa auglýsingabæklingum í allan dag í tungumáladeildinni við háskólann hérna, sem er sem betur fer bara hérna rétt heima hjá mér, í eldgömlu nunnu og munkaklaustri ( tvískipt ). Er búin að dreifa einhverjum 2000 pésum með smá hjálp frá tveimur sjötugum bílastæðavörðum ( sem eru mjög spes atvinnulausir kallar sem hafa búið til nýja atvinnugrein sem felst í því að hjálpa fólki að leggja bílunum sínum og rukka það svo fyrir hjálpina ) sem fannst það vera kærkomin upplífgun að dreifa bæklingum með mér og hafði ég bara mjög gaman af þessu uppátæki þeirra þrátt fyrir að það hefði þurft að setja textavél á þá enda ekki mjög sleipir í ítölskunni heldur tala bara pjúra sikileysku.
Það fer að styttast í sumarið, þó svo að veðrið sé eitthvað að stríða okkur seinustu dagana þá held ég að það sé að styttast í þetta allt saman. Eg er allavegana á leiðinni til Favignana á sunnudaginn, enda systur mínar tvær á leiðinni til mín og erum við búnar að ákveða að eyða nokkrum dögum þar á ströndinni í einum fallegasta og kristaltærasta sjó sem ég hef séð!! Vonum að veðrið eigi eftir að haga sér vel...
Eruði ekki afbrýðisöm????? HOHOHOHOOOOOOOO
föstudagur, maí 14, 2004
Se sono fiori, fioriranno..
Previous Posts
- Jæja það gengur ýmislegt á hér. Í gær fékk ég við...
- Já ég hef fengið þó nokkrar fyrirspurnir um væntan...
- Fólk til að taka sér til fyrirmyndar: Amma hennar ...
- F?lk til a? taka s?r til fyrirmyndar: Amma hennar...
- hmm gekk eitthvað illa með þetta lag, allavegana h...
- 'Eg bara varð að leyfa ykkur a njota þessa með mér...
- Ég var að spá; ef að ég og mín fjölskylda værum hr...
- Jæja, það er ekki eins og maður búi hér um bil í A...
- Hvað er að þessum heimi? Ég held að það hvíli a mé...
- Ragazzi ce ne sono delle foto nuoveeee, guardatele...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home