eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

miðvikudagur, maí 12, 2004

Jæja það gengur ýmislegt á hér. Í gær fékk ég viðvörun frá háskólanum um það að ég gæti ekki fengið að borga háskolagjöldin og því væri búið að frysta innritunina mína. Það gat náttúrlega ekki verið nema vegna þess að það eru liðin 2 ár síðan ég skilaði inn umsókninni minni og énn eru þessir sauðir þarna ekki búnir að hafa það af að skila henni af sér og meta inn prófin mín frá Róm og að heiman.

Ég fer upp á skrifstofu í frekar vondu skapi, því að í rauninni er ekkert sem ég get gert í þessu heldur er þetta klúður háskólans. Tala við yfirmanninn á skrifstofunni sem ég er buin að tala við hundrað sinnum áður út af þessu sama máli og han nþóttist ekkert vita um hvað málið snérist. Eftir að ég útskýrði það fyrir honum enn einu sinni þá þóttist hann ekkert geta gert í málinu og benti mér á að tala við Forseta deildarinnar minnar, sem ég hef einnig talað við oft og mörgum sinnum út af sama vandamáli. Ég hélt nú ekki!! Sagði nú bara þessum gæja að ég væri löngu orðin leið á því að hendast á milli skrifstofa eins og borðtenniskúla og að ég væri ekki á launaskrá hjá Háskólanum í Catania heldur hann og því væri það í hans verkahring að sjá um að leysa þetta mál ekki mitt þar sem að ég hef borgað háskólagjöldin í 2 ár þá ætti ég rétt á grundvallarþjónustu við þessa stofnun og ef ég fengi hana ekki þá myndi hann þurfa að gjöra svo vel og tala næst við lögfræðinginn minn.

Kalldruslunni leist nu ekki ýkja vel á þessar hótanir, enda sjálfur bara fórnarlamb hins skelfilega skriffinsku brjálæðis og búrocrazia þjóðfélags sem ríkir hér á Ítalíu og stundi upp, já nei nei eigum við nokkuð að fara út í það... þu kemur nú ekki frá neinum VENJULEGUM háskóla....!!!! Já þar fór hann alveg með það... ég hváði við og þreytti útúr mér, já afþví að hér erum við náttúrlega i fyrirmynd allra háskóla ekki satt, alveg það venjulegasta af öllu VENJULEGA!!!!?? Þar sem að fólk þarf að bíða í mörg ár eftir að þið hérna á skrifstofunni lyftið upp fingri til að vinna vinnuna okkar og ég er þessi ABNORMAL?!! Ja hérna.

Allavegana, á föstudaginn fer ég í herinn. Held ég eigi eftir að sæma mér vel þar. Er búin að hitta sjálfan hershöfðingjann í fullum herklæðum og vorkenndi honum nú að þurfa að vera svona mikið klæddur í hitanum hérna. Honum virtist samt bara líða vel.

Var að vinna í morgun að dreifa einhverjum fjandans auglysingapésum. Það er ekki mjög skemmtilegt sérstaklega þegar það er alveg hundrað manns að gera það sama og fólk er komið með auglysingafobiufælu og hleypur í burtu þegar það sér mann hehe, nei ég segi svona, þetta gekk alveg fínt þar til að einhver grumpy old man kom og rak mig í burtu, sagðist vera forseti og ég trúði honum bara, enda var hann lítill og ljotur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home