eXTReMe Tracker
Birna Picciridda

fimmtudagur, maí 27, 2004

Já það er orðið langt síðan maður bloggaði seinast, enda búið að ganga mikið á í að taka á móti gestum og sýna þeim það helsta sem Sikiley hefur upp á að bjóða. Þetta hefur nú ekki gengið áfallalaust, enda ekki við öðru að búast miðað við á hvaða lengdarbaug maður er staddur og hversu óheppin ég er, þá gat útkoman nú ekki verið önnur.

Stelpurnar komu hingað fyrir tíu dögum síðan og ferðalagið hingað gekk nokkuð vel, það fyrsta sem við ákváðum að gera var að fara til Favignana sem er gullfalleg eyja rett tyrir utan Palermo, eða var það allavegana þegar ég fór þangað fyrir ári síðan. Nú þegar við komum þangað ásamt risaafmælisköku sem eyjaskeggjar biðu eftir frá "meginlandinu" þá var nu bara ekkert svo séstaklega gott veður, eitthvað rett í kringum 20 stig sem er frekar kalt hér á þessum árstíma enda er maður alveg hættur að skilja í þessu veðri þar sem að allt loftslag er að breytast allsstaðar. Allavegana, ekki var hægt að finna lengur nokkra einustu strönd vegna mikilla óveðra sem hafa verið seinustu vikur og því hafði sjórinn g"meginlandinu "leypt allar fallegu strendurnar og ekki hægt að liggja lengur á þeim.. Fyrir utan þetta þá kynntumst við líka öllum helstu mafíósum og glæpamönnum eyjarinnar þegar við settumst á eina pöb staðarins fyrsta kvöldið okkar til að fá okkur einn bjór. Ekki leist okkur nú svo vel á þessa prýðismenn, en þótti nú samt ókurteisi að tala eitthvað aðeins við þá. Kom þá í ljós að þeir vissu um allar okkar ferðir seinasta sólarhringinn, hvar við byggjum, hvenær við komum, hvert við hefðum farið og hvar við hefðum borðað. Við ákváðum að yfirgefa eyjuna fyrr en ákveðið var, vegna strandleysis, ekkert sérstaks veðurs og mafíuágangs.

Veðrið stórskánaði á "meginlandinu", og þegar við komum til Catania þá var nú bara orðið frekar heitt, allavegana fyrir stelpurnar nýkomnar úr frostinu heima. Nokkrir dagar fóru nú í það að liggja á ströndinni, allir brunnu nema Tinna litla sem varð bara svört á notime, enda hafa alltaf leikið grunsemdir um það hvort hún sé ættleidd eður ei, enda líkist litarhaft hennar mun meir Marókkóbúa en íslending.

Á sunnudaginn kom svo Emiliano að heimsækja okkur frá Parma og um leið og hann greyið steig útúr vélinni þá byrjaði að rigna og rigndi þar til hann fór upp í vélina aftur, sem þó var ekki frá sögum færandi því að við lentum í tveggja tíma umferðaröngþveiti í Palermo og 4 manneskjur misstu af flugvélinni þrátt fyrir að ég hafi brotið allar heimsins umferðarreglur til að koma þeim á réttum tíma, þá gekk það ekki og vélirnar voru lagðar af stað þegar við loksins komumst ut á flugvöll. Þá var ekki annað að gera en að biða eftir næstu vél sem lagði ekki af stað fyrr en um kvöldið og þar með var allt tengiflug farið frá London og stelpugreyin fundu ekkert hótel þar og þurftu að hanga á Stansted í 13 tima yfir nótt að bíða eftir icel express og svo keyra 8 tíma til að komast austur til Egilsstaða til að mæta í vinnu daginn eftir....já mjög afslappandi frí fyrir þær!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home