Það er erfitt að vakna á morgnana þegar maður þarf hvorki að mæta í tíma né í vinnu heldur bara að setjast niður fyrir framan bækurnar og læra fyrir próf. Sérstaklega þegar maður er líka alltaf að læra fyrir sömu prófin, voðalega er maður eitthvað þroskaheftur með fullri virðingu þó fyrir þeim sem það eru.
Jæja maður er byrjaður í ræktinni, ekki vveitti af greinilega því að í gær gerðu vart við sig hinir gríðarlegu strengir eftir klukkutíma spinningtíma með hinum galvaska Massimiliano spinningkennara sem ég skildi ekki orð í því að músikin var svo hátt stillt. Allavegana í kvöld er svo tilraun númer tvö, eins gott að byggja sig andlega upp í dag.
Annars er svo voðalega lítið að frétta. Í gær var handtekinn einn mafíósi sem bjó eða býr rétt undir þar sem að Arianna og Enza ( vinkonur mínar frá Enna ) búa hér í Catania. Það var uppi fótur og fit í hverfinu, fólkið ( mammoriani eins og þeir eru kallaðir sem búa í þessu hverfi...svona ítalskt Harlem ) flykktust allir út á götu til að kasta kveðju á þennan merkismann, hrópandi " NON TI PREOCCUPARE ORA CI PENSIAMO NOI " eða lauslega þýtt " HAFÐU EKKI ÁHYGGJUR NÚNA REDDUM VIÐ ÞESSU "... á meðan hávopnuð víkingasveit leiddi hann út í bíl....já þá er einum minna.
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Se sono fiori, fioriranno..
Previous Posts
- Já, ætli maður haldi ekki áfram að læra bara og re...
- Ekkert merkilegt að frétta af mér svo sem, er bara...
- GOTT VEÐUR
- Pabbi minn á afmæli i dag!!! Til hamingju med dagi...
- SKODID NYJU MYNDIRNAR OG NYJU LINKANA
- jA SJAID BARA HVAD HAD GENGUR ALLT A AFTURFOTUNUM ...
- j?ja ?? er ?g komin me? n?ja t?lvu...en ?a? er n? ...
- Jà, thad er ohaett ad segja ad stundum thà sè eins...
- GLEDILEGT NYTT AR HAHA
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home