eXTReMe Tracker
Birna Picciridda: GOTT VEÐUR

sunnudagur, febrúar 08, 2004

GOTT VEÐUR

Vá það er bara farin ad skína þvílík sumarsól hérna megin í heiminum, ég er búin að vera seinustu daga heima hjá vinkonu minni að læra því hún er með svo fínar svalir, og ég er meira að segja bara orðin smá sólbrún....svaka hiti og svo fer maður inn á mbl.is og sér bara endlausan snjó og myrkur heima jahérna einhverja 30 metra á sekúndu og ég veit ekki hvað og hvað. En allavegana, ég er að fara í munnlegt eðlupróf á morgun ( eðlisfræði ) og er búin að læra utan af 3 ritgerðir sem kennarinn ætti að spurja mig útúr, ef hann gerir það ekki þá er ég í djúpum skít! Hef svo sem ekkert merkilegt að segja, er bara buin að vera lokuð inn í húsi eða út á svölum að lesa seinustu dagana.

Hér hafa þó verið miklar flugeldaskothríðar seinustu 2 vikurnar þar sem að á föstudaginn var hinn há hátíðlegi dýrðlingadagur Sant'Agata hér í borg. Það er heilmikil hátíð til heiðurs hennar Agötu sem er kona ein sem læknaði veika og bjargaði Catania borg frá því að leggjast undir hraun fyrir mörg hundruð árum síðan með slæðunni sinni saman. Hún var talin til norna og skorin af henni bæði brjóstin og látin blæða þannig út. Svo ákvað kaþólska kirkjan sú sama og nokkrum árum áður framdi þennan óverknað að taka konu þessa til dýrlingatölu og nú í byrjun febrúar þá er ekki hvítum manni útsigandi því að það safnast fimmhundruðþúsund manns saman niðri í bæ til að horfa á þegar dýrlingurinn er borinn um á herðum 8 sikileyskra karlamanna sem bera hana um alla borg með 4 risakerti sem leka niður á þá, i heilan sólarhring til að minnast þjáninga hennar Agötu. Þeim hefði nú verið nær að láta konu greyið bara í friði til að byrja með.



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home