Stundum
skil eg ekkert í því af hverju ég fann mér bara ekki einhverja lekkert vinnu einhversstaðar frá átta til fjögur. Einhversstaðar á fínni skrifstofu bara þar sem ég hefði getað setid á rassinum og svarað í símann og leikið mér í tölvunni þess á milli. Fengið helgarfrí og jólarfrí og frí um verslunarmannahelgina og á 17 júní og jafnvel á 1 des. Skroppið til London um helgar, eða jafnvel bara búið í London og unnið þar á skrifstofu... nei ég þurfti hins vegar að vera að basla í skóla alla ævina. Skóli allan veturinn og vinna á sumrin. Alltaf skítblankur og með kvef í götóttum sokkum að halda fyrirlestra á dönsku og fara að falla í stærðfræði í fimmtudaginn. Djöfullinn. Þeim meira sem ég horfi á þessi dæmi því minna skil ég í þeim. Sjénsinn að ég nái þessu prófi! Eins gott að það komi einhver dæmi sem ég kannast við frá í vetur... yeah right. Myndi ekki þekkja þau aftur þó þau væru sérstaklega merkt með nafni, dagsetningu og blaðsíðutali. Oh. Svo ef að maður druslast einhverntímann í gegnum þennan skóla þá er hætt við því að maður þurfi að fara vinna einhversstaðar þar sem að maður þarf að bera einhverja ábyrgð á því sem maður er að gera. Er það nú gáfulegt? Ég veit það ekki. Held ekki. Boh...Af hverju endaði ég skyndilega svo í verkfræði? Það var nú aldrei meiningin... er hægt bara að lenda allt í einu í einhverju fagi? Það er kalt og það er myrkur og það er stærðfræði og ég er með kvef. Þetta gerist ekki mikið verra. Er farin í heita sturtu. Væri óskandi að vatnið í sturtunni innihéldi svolítið af gáfulegum stærðfræði sameindum... það væri þannig í fullkomnum heimi. Þá myndi maður bara fara í sturtu til að þvo af sér ruglið og fá vitsameindir í staðinn. Mismunandi krani fyrir hvert og eitt vitsinnihald... já er að fara yfir um!!
4 Comments:
Birna min ekki fara yfir um þú getur þetta ooo taktu lýsi og andaðu að þér Lancome,,það er djúpstæður ljómi yfir þessu hjá þér
Þú hefur alla mína samúð´Birna mín. Þetta tekur einhverntíman enda þó svo manni finnst þetta stundum endalaust.
Svona svona, maður fær alltaf sjokk þegar kemur að prófum, þetta klárast einn daginn :) . En ef þú ert almennt óánægð í náminu myndi ég nú bara skipta yfir í eitthvað sem þú hefur meiri áhuga á.
nei nei thetta er sko fint nam, thegar ad madur kemst yfir stærdfrædihjallann thad er ad segja...
Skrifa ummæli
<< Home